Lokaspeki

Þá eru það lögin sem eru pottþétt á laugardagskvöld.

Sviss: Ekki beint minn tebolli. Átti smá séns í upphafi en svo bara… 2 stig.

Moldavía: Afar undarleg samsuða, ég er ekki að skilja! 1 stig.

Ísrael: JúJú, á góðum degi. 4 stig.

Lettland: Hmm, amk frumlegt. Reyndar leiðinlegt líka. 2 stig.

Noregur: Flott lag en ekki tiltakanlega skemmtilegt. Algjör + fyrir norsku/elvish. 4 stig.

Spánn: Skemmtilegt á köflum. Í réttri stemmingu gæti ég alveg dansað. 3+ stig.

Malta: And we have a winner. Viðlagið er sterkt og baukurinn sætur. 5 stig.

Þýskaland: Go home you Texas-people. Hefði eflaust verið skárra án banjós. 1 stig.

Danmörk: Ég má ekki vera vond við Dani eeen eins og glöggir lesendur muna var ég ekki kát með þetta framlag. Skammskamm fyrir að syngja á ensku. Þetta vinnur samt frekar á. 3 stig.

Rúmenía: Þetta er nú eins og tvö aðskilin lög og hvorugt heillandi. Svona Dr Alban-ish. 2 stig.

Bretland: Skólabúningar?? Rapp?? Veit ekki. Ekki alslæmt svo sem og með því frumlegra sem þaðan hefur komið í langan tíma. 2 stig.

Grikkland: Mikið betra lag en í fyrra, en skelfilegt lúkk. 3+ stig.

Frakkland: Nýtt með, ég missti athyglina fyrr en í Bosníu-laginu. 0 stig.

Króatía: Ekki að gera sig. 0 stig.

Ég spái eftirtöldum lögum áfram úr undankeppninni:
Slóvenía, Andorra, Belgía, Rússland, Finnland, Holland, Svíþjóð, Eistland og Armenía. Vil auðvitað Ísland áfram og vona það besta.

Þau sem verða í baráttunni á lokakvöldinu eru Slóvenía, Finnland, Rússland, Svíþjóð, Ísrael, Malta, Noregur, Spánn, Grikkland og svo má alltaf vona, hósthóst Danmörk og Ísland.