Þá er komið að fyrsta MA djamminu mínu. Á morgun verður lagt í ógurlega haustferð, svo ekki sé meira sagt. Dagurinn er allur lagður undir og verður farið í mikla menningarferð og langar gönguferðir. Leiðir munu liggja í Mývatnssveit, að Dettifossi og í Hólmatungur og snætt í Skúlagarði. Amma hefði glaðist ógurlega. Við hjónin búin að útvega pláss fyrir grísinn svo við getum tekið þetta með trompi. Enginn annar en Örn Þór, minn góði gamli frönskukennari sér um að gæda. Hlakka voðalega til. Enn bíður þó hinn merkilegi „undir 40 hittingur“ sem hefði aldrei orðið meira en fimm manna partý í VMA. Unglingarnir í kennaraliðinu stungu meira að segja upp á að breyta þessu í „U – 30“ en þá stappaði ég niður fæti og sagði að það væri bannað að stimpla mig inn í einhvern gamallakennarahóp. Vona að þau mótmæli dugi.