Gleðilegt bloggár !

Jamm maður byrjar aldeilis af krafti að blogga. Svona getur þetta verið. Eins gott að áramótaheitið í ár var ekki að vera duglegri að skrifa.

Eftir svona langar bloggpásur er erfitt að skrifa færslur því það er svo margt að segja að maður endar í einhverju rugli en það er nánast vonlaust að takmarka sig og fara að skrifa bara um eitthvað eitt.

Það er sumsé allt með kyrrum kjörum. Kennslu haustannar lauk í gær og það er ekki lítið gott að vita að það eru „bara“ próf og yfirferð næstu tvær vikur eða svo. Þetta á allt eftir að líða með ógnarhraða. Veitir nú ekki af, stúfan telur nánast dagana þangað til hún verður fjögurra ára. Það er alltaf þessi eini dagur á árinu sem hefur svo mikið að segja um þroskann – en greyin, hvað eiga þau að halda þegar er alltaf sagt, þú ert nú orðin þriggja.. eða hvað það nú er. Það var fyrsta sund vorannar í gær hjá henni. Gott að byrja aftur þvi ekki hefur framtakssemin verið slík hjá foreldrunum að þau hafi drifið sig í sund um jólin. Onei.