Gleymdi einu…

…afar mikilvægu! Haldiði ekki að ég sé á leiðinni (með fríðu föruneyti, vinum og fjölskyldu) á tónleika með Lisu Ekdahl á Græna hattinum í byrjun mars. Lýsi eftir diskum til láns eða gjafar, ég þarf víst að hita upp (eða æfa mig, ég hef eiginlega ekkert hlustað á hana, nema oggolitla tóndæmið sem Hanna spilaði fyrir mig þar sem hún söng með vini mínum Lars Hug.) Ég er hins vegar viss um að þetta verður gaman, hingað til hefur ekkert klikkað í Grænu tónleikaröðinni.