Bloggað á ný

Það er ekki að spyrja að mér, ég dey alltaf tímabundnum bloggdauða þegar ég fer í frí. Ég hafði samt frá nægu að segja, leikhúsferð, gönguferð dauðans, partýum og fleiru. En það yrði bara svo ógurlega langt og mikið mál, svo það kemur ekki. Hringið bara ef þið eruð ógurlega spennt að heyra af þessu. Páskarnir voru sem sagt eins og páskar eiga að vera. Mikið spilað, lesið, sofið og borðað, sem og samvistast við vini og ættingja. Ég er orðinn betri pókerspilari eftir stranga spilamennsku, það var líka gripið í önnur spil á milli. Ég las tvær bækur (á ensku!), önnur heitir 31 Dream Street og hin heitir A spot of bother – eftir baukinn sem skrifaði A curious incident of a dog… Báðar alveg þrælfínar og ég afar lukkuleg með enskulesturinn. Ég las meira að segja iðulega fram á nætur.

Strumpan er alltaf kát. Fer líklegast í nýjan sundhóp eftir viku, fær þá að vera án okkar í sundi. Við hjónin hlökkum til að sjá hvernig það kemur út, ekki það að þetta er indæl samverustund en verður fróðlegt að sjá hvort hún tekur ekki framförum. Hún sat í tölvunni í gær og skrifaði alveg sjálf. Ekkert smá krúttlegt „jónguðmundrsdefánsson“ 🙂 Maður er alveg rígmontinn….

Síðan er það bara EikiHauks og có á föstudagskvöld. Ég er búin að bíða eftir norrænu spekingunum síðan í fyrra, svei mér ef þeir eru ekki skemmtilegri en sjálf keppnin.