Inför ESC

Það þarf ekkert að orðlengja það að föstudagskvöld eru orðin sparikvöld vikunnar þar sem ég horfi glöð á norrænu vini mína (en sakna þó Josteins sárt). Ég held bókhald yfir lögin en er ekki enn búin að ákveða hvort ég setji athugasemdir mínar á bloggið. Er samt í stressi yfir næstkomandi föstudagskvöldi – verð nefnilega í Rvík ef allt gengur að óskum. Óska hér með eftir heimboði þar sem fyrst er horft á Inför ESC og síðan á Survivor… 🙂  Nú, í leiðinni óska ég eftir frjálsum framlögum í samferðamenn til Þorlákshafnar, ég reikna amk með að fara þangað (eftir samráð við húsráðendur að Reykjabraut, að sjálfsögðu) og ef einhverjir vilja með þá er það velkomið.

Annars verð ég bara að monta mig, ef þetta er ekki vettvangurinn til þess, hvað þá (þeir sem ekki þola mont geta þá bara hætt að lesa hér 😉 Að þessu sinni er það ekki Strumpumont heldur hlaup-mont. Ég hljóp nefnilega áðan svona eins og rúmlega sex kílómetra (þarf að rúnta og mæla nákvæmlega) sem er það lengsta sem ég hef hlaupið síðan í Akureyrarhlaupinu. Enda var ég þreytt. Úffúff.

Sit svo núna og fer yfir ritgerðir, næstum því ekki minna afrek, nema hvað ég geri þetta ekki sjálfviljug heldur neyðist ég til þess en hins vegar er ég búin að humma það ansi lengi fram af mér. Jamm þetta er dagur sjálfsagans!

PS Ég er lukkuleg yfir nýju dönsku prinsessunni. Sú hlýtur að verða sæt með þessa huggulegu foreldra.