Svo lítill tími…

… og mikið að blogga!

-Ég er í fýlu við Sigmar! Líkur George Michael hvað? Wannabe-inn mætti prísa sig sælan að hafa litlafingurinn svipaðan og lillaputta á GM…. langt í land…

-Sátt við Eika, að mestu sátt við úrslitin, hafði 60% rétt fyrir mér. Líst afar vel á Ungverjaólánskonunu og Trukkalessuna frá Serbíu.

-Forrest Gump sneri aftur á mánudag, hljóp 4 km á nýju meti, rúmlega 25 mínútum og í gær 5 kílómetra á ögn síðri tíma, enda mótvindur í upphafi sem setti strik í reikninginn.

-Sótti um Suzuki-nám fyrir Strumpu næsta vetur.

-Náði nýjum hæðum um síðustu helgi, þegar í ljós kom týnda handavinnugenið, ég þæfði þetta líka fína ullarstykki, á eftir að ákveða í hvað það brúkast (eða hvort það fer bara beint upp á vegg) og fann auk þess golfleikarann minn, lék púttvöll á aðeins 12 yfir pari!

-Og hversu glatað er það að sitja yfir fjarkennslu klukkan hálf ellefu á föstudagskvöldi? Eigðu þér líf kona!

-Lýsi eftir flokki. Hann má vera með góð málefni (betri – en ekki styttri – framhaldsskóla) og vönduðu fólki á lista. Eitt atkvæði fæst á góðum prís.

2 replies on “Svo lítill tími…”

  1. Var hjá afa, hann er enn grænn en ekki Vinstri-Grænn.
    Samkennarar mínir hafa nú ekki verið hrifnir af Katrínu, ég hef svo sem ekkert heyrt til hennar svo ég get ekki dæmt um það sjálf. En það er of seint að koma með áróður, ég er búin að kjósa og ég felldi stjórnina. Eða reyndi.

Comments are closed.