Nágrannapólítík

Já, það er gaman að samsæriskenningunum. Þegar rýnt er í stigin sem Eiríkur fékk kemur í ljós að af þessum 77 eru 46 stig frá norrænu vinum okkar og 17 til viðbótar frá Eystrasaltslöndunum. Það er vel af sér vikið hjá þjóð sem á ekki landamæri að öðrum. Við erum best! Svo verður þetta snilldar forkeppni á næsta ári. Það verða bara vinir okkar úr Vestur-Evrópu þar – garanterað gott gengi 😉