Ég er búin að vera svo spæld að komast ekki á námskeið sem ég sótti um – það átti nefnilega að vera í Køben eftir mánuð. Var búin að sjá fyrir mér smá kig í HogM og svona. Mér reiknast svo til að Sóley hafi til að mynda aldrei fengið jólakjól keyptan á Íslandi. Kannski á maður ekki að hæla sér af því? En sem sagt, í sorg minni yfir kaupleysinu þá hef ég beint verslun minni til íslenskra kaupmanna. Hef þannig keypt 6 skópör á um tveimur vikum, nú og fór á Friendtex fatakynningu á laugardaginn og keypti þar bæði túniku (vont orð) og jakka. Þetta verður dýrt spaug.
Fiðlan gengur hægt. Tímarnir okkar falla niður aðra hverja viku svo framfarirnar eru alls ekki eins örar og gæti verið, þrátt fyrir stífar æfingar. En aðhaldið gengur ágætlega þrátt fyrir fáar afrekssögur á blogginu. Fór í hálfleiksmælingu í morgun, man svo sem engar tölur en það eru farin ríflega 5% af líkamsþyngd – og fituprósentan er líka ríflega hálfnuð. Godt gået 🙂 .
Svo erum við fósturforeldrar þessa dagana. Tókum Ingunni Erlu að okkur fram yfir helgi í utanlandsfjarveru foreldranna. Það tók á að rusla þremur börnum út í morgun… Annars slepp ég billega því ég er á námskeiði á morgun og hinn.