Löngu komin heim í heiðardalinn

Raunveruleikinn tekinn við. Ekki lengur min elskede København sem umlykur mig. Þarf varla að taka fram að í vinnunni beið bingur svo dagarnir hafa farið frekar hratt. Náði þó leikhúsferð á föstudagskvöld, á Ökutíma. Get mælt með stykkinu, þetta er listavel gert hjá LA. Við hjónin fórum svo á villibráðarhlaðborð með RT – svona í heimahúsi þar sem fólk kom með ýmsa rétti. Mummi fór á kostum í sósugerð, ég á ekki lengur neitt svið sem ég skara fram úr í eldhúsinu 🙁 .

Erum svo á leið suður – fyrst eru það gömlu vinkonurnar á föstudagskvöld, svo Kim vinur minn á laugardagskvöld – det var en lørdag aften 🙂 og endað á Skilaboðaskjóðunni á sunnudag áður en ég bruna aftur norður. Verst að ég missi af lokaþættinum af Forbrydelsen á DR. Þarf að sjá endursýningu.

Það er annars komin ný eldavél á heimilið. Mummi fékk ósk sína uppfyllta og keypti span eldavél. Maður þarf að leyfa honum að hafa réttu græjurnar … hann er núna alsæll með global hnífana sína, Le creuset pottana sína og eldavélina. Mesta furða að hann skuli fást úr eldhúsinu. Enda keypti ég nýju Hagkaups-bókina með ítölsku réttunum handa honum svo honum falli eitthvað til.

4 replies on “Löngu komin heim í heiðardalinn”

  1. Á heimasíðunni hjá DR er alltaf hægt að sjá fjóra nýjustu þættina af Forbrydelsen. Þannig að þú hefur a.m.k. mánuð til að sjá lokaþáttinn þegar þar að kemur – eftir nokkra daga (ég er orðin frekar spennt).

  2. Er þessi Hagkaupsbók prófarkalesin? Ég er alltaf að vonast til að þeir sjái að sér með það, skelfilega illa staðið að hinum, málblóm og stafsetningarvillur úti um allt. Á þær samt allar og á eftir að eignast þessa, ef ég þekki mig rétt…

  3. Ég stórefast um prófarkalesturinn. Hver þarf hann í fyrirframgefnum bestsellerum? Ég held hins vegar að ég sjái bara myndirnar, kennaragenið er óvenju óvirkt þegar maður hugsar um góðan mat 🙂

  4. Ég á pottþétt eftir að fá þessa bók í jólagjöf. Fæ alltaf matreiðslubækur. Við fengum t.d 3 í fyrra, enda ótrúleg matargöt.

    Þegar ég kaupi mér eldavél (í framtíðinni) að þá ætla ég að fá mér svona spam eða hvað það nú heitir. Finnst 2 ömurlegir gallar við gasið (sem er annars þræl fínt) og þeir eru að það er bara ekki hægt að þrífa þetta drasl almennilega. Svo bara þoli ég ekki hvað öll áhöld hitna svaðalega mikið þegar þau eru ofaní pottum og pönnum. Það er eitthvað sem gerist ekki á spaminu.

Comments are closed.