Í gærkvöld var stofnaður nýr klúbbur innan kennarahóps MA og heitir félagið FÁDÆMA, sem stendur fyrir „Félags áhugafólks um dönskuæði í MA“. Getiði hver var upphafsmaðurinn 😉 . Nema hvað, við hófum starfið á því að horfa á nýjustu myndina í safninu mínu, Vikaren. Kvöldið var afar vel lukkað, fyrir utan smá tæknilega örðugleika í …
Monthly Archives: janúar 2008
Bóndadagsblíðan
Það stóð ekki á mér að dekra við manninn á Bóndadaginn. Hann fékk alls kyns gjafir, matreiðslubók og svuntu… ásamt einhverju fatakyns svona til þess að þetta yrði ekki allt skilaboð í sömu áttina. Og beauty-ið við þessi árans próf í janúar er að það er hægt að vera býsna laus við á þessum degi. …
Sorgardagur
Las í Mogganum fréttir af andláti vinar míns Heath Ledger. Er enn í sjokki, maðurinn var jú practically elskhugi minn, eða þannig sko. Hann var nefnilega fulltrúi ungu kynslóðarinnar á hjásvæfulistanum mínum góða frá 2004. „Jæja, dagurinn í dag er aldeilis merkisdagur. Nú er karlalistinn minn nefnilega líka fullbúinn. Ég lá í gærkvöldi, áður en …
Litið til sólar
Þá er aðeins farið að hægjast um aftur eða frá og með fimmtudegi. Það var fyrsti dagurinn í tvær vikur þar sem ég sló aðeins af og vann ekki eins og móðerfokker. Ekki það að ég á enn eftir að fara yfir helling en ég sé samt fyrir endann á vinnunni þar sem fyrsti bekkur …
Ástvinur minn Davíð
Ég er á kafi í ævisögu Davíðs Stefánssonar þessa dagana og gengur býsna hratt, þetta er jú algjör doðrantur og fer illa á kodda. Ég fékk hana nú ekki í jólagjöf heldur keypti ég mér hana fyrir jólin, því þetta var auðvitað must read. Ást mín á honum nær kannski ekki jafn langt aftur og …