Haustferð MA var í gær og þemað að þessu sinni fossar í Bárðardal. Ég bætti tveimur nýjum fossum í safnið mitt. Ekki að það þurfi að keyra mikið og lengi til þess, ég er skammarlega lítið á ferð um landið, helst ef einhverjir útlendingar eru á ferð sem þarf að sýna einhver undur. Við skoðuðum …
Monthly Archives: september 2008
Fyrir þá sem ekki eru alltaf á Facebook
Tannálfur á leiðinni
Stórtíðindi hjá þeirri minnstu í kvöld. Það hefur legið í loftinu í einn og hálfan mánuð að fyrsta tönnin væri að huga að brottför – þetta voru góðu tíðindin hjá tannlækninum þegar hann sá að það þyrfti að leggjast í meiri lagfæringar. Síðan hefur ferlið verið frekar hægt, foreldrarnir svona tosað og ýtt af og …
Dagur óttans
Verð að viðurkenna að ég átti ekki von á að þurfa að horfast í augu við þetta svona snemma en í dag er fyrsti dagurinn þar sem dóttir mín fær símtal frá strák og rýkur með símann inn í herbergi og lokar að sér! Tilvonandi tengdasonurinn heitir Hannes og er af góðum ættum.
Vanagangurinn
Þá er allt að bresta í rétt form. Sóley byrjuð í öllu sínu, vinna að hefjast formlega hjá mér á morgun og allt sósíallíf að fara af stað. Mummi fór í haustferð RT um helgina, við mæðgur vorum einar heima og höfðum það gott. Ákváðum að hafa stelpukvöld á laugardagskvöldið, horfa saman á Grease og …
Sumarlesturinn
Ég er búin að lesa eitt og annað í sumar. Eins og oft áður hef ég náð mér í slatta af bókum á útlensku og lesið þær. Fátt eitt merkilegt þar. Hins vegar er ég búin að lesa þrjár athyglisverðar bækur. Fyrst kom Mummi færandi hendi til Svíþjóðar og gaf mér Strákinn í röndóttu náttfötunum. …