…og vorkenni mér ægilega. Í þessum skrifuðu orðum gæti ég verið á jólahlaðborði að belgja mig út og hafa það gott, en nei, ég ákvað að sleppa því, þar sem bragðlaukarnir eru enn í verkfalli. Hver er gleðin þegar maður finnur ekkert bragð? Mér finnst ég aldrei eiga bágara en þegar þetta kemur fyrir.
Sorgin er meiri og margfaldari en þetta. Haldiði ekki að ég hafi farið og splæst mér í kjól í dag, í þeirri ólíklegu búð Rexín (meira að segja í annað skiptið á þessu ári sem ég versla þar). Fann einmitt kjól eins og mig langaði í, efnislítinn og fínan 🙂 Held satt best að segja að ég hafi ekki klætt mig í minna svona að ofanverðu að minnsta kosti áður (tel ég þá að sjálfsögðu ekki sundföt og nærföt). Ég er líka ljómandi lukkuleg hvað hann klæðir mig vel (eru ekki montpóstar skemmtilegri en sjálfsvorkunnarpóstar?) og hlakka mikið til að klæðast honum á opinberum vettvangi. En ég hugsa að ég finni eitthvað til að hafa utan yfir hann fyrir helstu fjölskylduboðin.
Í fáum orðum um veikindi, þá virðist Fr Sacher hafa haft rétt fyrir sér. Þetta er algjört sýklabæli, við höfum öll legið og keppst við hver er nú veikastur það skiptið. Hún telst góð ef hún sleppur eftir samvistirnar við okkur um helgina.
Btw þá var auðvitað alveg æðislegt að fá hana í heimsókn. Það var reyndar aðallega hún sem dekraði við okkur, það eina sem hún græddi á að vera hér var að sofa svolítið út (og vakna þá við yndisfagran barnasöng).