Fyrst af öllu, afmælisbarn dagsins er Anna systir. Til hamingju með afmælið góða mín. Engin afmælisgjöf í pósti frekar en venjulega. Mér virðist vera fyrirmunað að geta keypt pakka með það í huga að hann eigi eftir að vera í pósti í nokkra daga. Sem sagt, hann kemur, seint koma sumir en koma þó.
Fréttir af heimilinu litlar. Nóg við að vera, er svona til skiptis í MA og VMA við einhverja vinnu til að koma mér í gírinn. Fjarkennslan mín í VMA leið svo mikið í fyrra fyrir mikla kennslu hjá mér að hún sat algjörlega á hakanum. Nú er búið að breyta námsefninu svo ég hafði enga undankomuleið. MA vinna síðustu viku fólst hins vegar í því að semja próf og halda próf! Það er engu logið að þjónustunni hafi farið fram síðan ég var í skólanum.
Menningarlífið stefnir í blóma. Búin að kaupa árskort í leikhúsið og fór í bíó í gær, á Lady in the Water. Doldið spes, eins og M. Night Shyalamalan er von og vísa (held að þetta sé rétt skrifað).
Hlaupin ganga vel og illa. Vel í skilningnum að ég er almennt að bæta tímann og stefnir svo sem í að markmiðinu verði náð en illa af því að ég á svoooo erfitt með að skokka allan tímann. Öllu heldur, ég hef ekki enn náð því að skokka allan hringinn og fer heldur aftur í því ef eitthvað er. Arrghh.