Ég er býsna ánægð með sjónvarpsstöðina Sirkus þessa dagana. Um síðustu helgi horfði ég á þátt(part) um Freddie Mercury og sömuleiðis part af Wembley tónleikunum og í gær sá ég megnið að tónleikum með Bon Jovi. U-umm. Get ekki sagt annað en að ég hefði viljað vera á staðnum, hann er ofarlega á lista yfir þá sem mig langar á tónleika með, þeas þá sem ég hef ekki séð áður. Svo er hann så söt, så söt, það er eiginlega óhugsandi annað en hann hafi splæst sér í einhverja sléttun, maðurinn er jú að verða 45 en hefur varla verið sætari (eða ég fílaði hann amk aldrei með síða hárið). Þetta var eitt allsherjar nostalgíukast og sum lög kann maður enn frá upphafi til enda (já those were the days) og alveg ljóst að það þyrfti að hafa gömlu söngfélagana með á tónleika. BON JOVI til Íslands. Við viljum VILKO.
Annars verð ég líka að nefna að krimmaklúbburinn frestaði Ævari Erni og horfði þess í stað á bíó – aðalspíran í klúbbnum keypti nefnilega myndina „Rokkað í Vittula“ eða Populärmusik i Vittula eins og hún heitir. Hún er alveg dásamleg, það eina sem skemmdi upplifunina var að sænskan mín var ekki alveg að koma sterk inn þegar var enginn texti svo partar af myndinni fóru fyrir ofan garð og neðan. En ég reddaði því, fékk hana nefnilega lánaða og nú verður horft með undirtextum og Mummi píndur í að horfa – hann þurfti nefnilega að hlusta reglulega á upplestur úr bókinni þegar ég gat ekki hamið kæti mína.