Það er ástæða fyrir fjarveru minni á blogginu. Ég er á barmi taugaáfalls að fara yfir próf. Þó stefni ég í rétta átt. Nú á ég til að mynda bara eftir að fara yfir 115 loggbækur fyrir 1.bekk. Það er enginn skemmtilestur, skal ég segja ykkur. Síðast dreif ég þær af fyrst (og tók þrjá heila vinnudaga) en núna hef ég hummað þær fram af mér. Þá á ég bara eftir smotterí, skriflegt próf, hlustunarpróf og loggbækur í 2. bekk en það eru nú bara 20 stk. Svo sjáum við til hversu mörgum hefur tekist að fella sig og reyna að klóra í bakkann í endurtökuprófum. Anyways, það er ekki sumarfrí í bráð. Og ég verð húsmóðir alein frá þriðjudagskveldi fram á laugardag. Mummi stingur mig af til fyrirheitna landsins sem þýðir að ég þarf að elda marga daga í röð! Spæld egg í öll mál handa Strumpu, nammi handa mér, málinu reddað.
Ég á erfitt með að gera upp við mig hvað af eftirtöldu ég á að gera fyrir sjálfa mig að törninni lokinni; nudd eða fótsnyrting – kannski bara hvoru tveggja?