Ja, jeg er forelsket i København, det må man sige. Það er ótrúlegt að labba hérna um og hver taug kallar „ég elska þig“ til borgarinnar. Og nu viser de George Michael på TV2 så det er helt perfekt. Jeg har haft en vidunderlig aften, og hvor er det dejligt med at kommunikere på de nordiske sprog. Jeg har svært ved at tale dansk med svenskerne, så vil jeg bare prata svensk. En dagurinn hefur verið langur. Við fórum af stað frá hótelinu klukkan 8, tókum fyrst strætó og svo havnebus að óperunni á Holmen og gengum síðan að Den danske filmskole. Þetta er æðislegt svæði, svona blanda af gömlu og nýju og allt er þetta undirlagt listum – hér er listaháskólinn, tónlistarskóli, kvikmyndaskólinn og svo framvegis. Í kvikmyndaskólanum fengum við frábæra fyrirlestra, reyndar einn frá „Hvíslaranum“ – hann talaði svo lágt að það var engin leið að fylgjast með nema færa sig beint fyrir framan hann. En annað í dag hefur verið frábært. Samt finnur maður hvað maður er ógurlega lítið kúnstnerískur. !! Í kvöld var svo sameiginlegur kvöldverður. Við dönsuðum meðal annars færeyskan dans, sem minnti mig á afmælið hennar ömmu. Ég spjallaði við Færeyingana, sagði þeim einmitt frá Orminum langa í afmælinu, og það var einn sem var kunningi þeirra í Tý – veit nú samt ekki hvað hann heitir eða neitt – Jan eða eitthvað. Á morgun er það svo on location hjá Nordisk film og jeg glæder mig helt vildt til det. Næ reyndar að fara á Fisketorvet fyrst ef ég er heppin. Nåh, men nu skal jeg op på mit værelse og se George Michael. Mere i morgen 🙂 .