107021913458163908

Góður dagur í dag. Ekki það að ég lít enn út eins og Grýla og þarf eflaust að þola það eitthvað áfram.
Nei, ég afrekaði það að fara yfir ritgerðabunka og senda einkunnir. Búið að hanga svolítið yfir mér og þá er alltaf léttir að vera laus.

Ég fékk líka þau góðu tíðindi að systir kemur líklega heim um jólin, eftir allt saman, ég var nú búin að afskrifa það.

Tókum svo syrpu í jólamyndatöku af Sóleyju. Það hefði verið hægt að taka endalaust af myndum, hún er fædd í módelstarfið. Þannig að ég lofa góðri jólakortamynd í ár.

Stefnan er tekin á Finding Nemo í kvöld (án dóttur… 🙂 Um að gera að velja myndirnar vandlega þegar maður fer sjaldan. Ég er að minnsta kosti spennt. Höfðum meira að segja úr tveimur myndum að velja, mig langar nefnilega að sjá myndina með Haley Joel Osmond – sea more lions eða hvað hún nú heitir – ég kalla hana bara sea lions.