Ég fór í sjónmælingu á föstudag, í tilefni af opnun nýrrar gleraugnaverslunar og frírrar mælingar ef maður keypti gleraugu. Þar sem það hefur verið á todo listanum í nokkurn tíma ákvað ég að kíkja á þetta og sjónmælingin var meira hugsuð sem bónus. Nema hvað, kemur ekki í ljós að ég er á hraðri niðurleið …
Monthly Archives: október 2005
Kvikmyndahátíð Hafdísar og Kristínar
Eftir langt hlé héldum við Kristín danska kvikmyndahátíð í gær (veitir ekki af að bæta sér upp að komast aldrei á neinar myndir fyrir sunnan). Horfðum á mynd sem hefur beðið lengi í hillunni – Brødre. Það er skemmst frá því að segja að myndin er afar góð, með fantafínum leik og skemmtilegri kvikmyndatöku, en …
Fyrsta foreldraviðtalið
Jamm, það var sem sagt foreldraviðtal í leikskólanum hjá Strumpu í gær. Það kom betur út en maður þorði að vona. Eftir nokkrar klaganir um bit hér og þar, var ég viss um að það yrði þema fundarins „bitvargurinn Strumpa“ (ég hefði þá bara reynt að snúa mig út úr því og segja að móðursystir …
Eldfimur dagur
Það var svolítið fróðlegur þessi baráttudagur hér í skólanum í gær. Bæði meðal nemenda og kennara. Meðal annars kom upp ágæt umræða hjá kennurum (sem sýnir hvað sumir geta verið naív) um jafnrétti í launum karl- og kvenkennara. Vissulega erum við með launatöflu sem á að ganga jafnt yfir lýðinn en síðan höfum við dæmi …
Menningarpistillinn lofaði
Leikhúsferðin í gær var hin skemmtilegasta. Mikið hlegið og skemmtilegur leikur hjá þeim flestum þarna, að öðrum ólöstuðum stóðu tvö upp úr – hann Guðjón sem lék aðalhlutverkið og svo einhver stelpa sem ég kann engin deili á, lék þjónustustúlku. Vísa í Moggann á laugardaginn til frekari glöggvunar. Fullkomið brúðkaup verður seint talið mikið menningarstykki …
Æðislegir sjónvarpsdagar :)
Ég er meira og minna búin að glápa á sjónvarp öll kvöld núna. Bachelor kvöld hjá mér og Elísu á fimmtudag, Idol kvöld hjá mér og tengdamömmu á föstudag (þrír fyrr- og núverandi nemendur – meðal annars sá sem færði Páli Óskari blóm og sú sem ætlaði ekki að fara fyrr en henni væri gefinn …
Ráðgátan leyst
Þetta er sem sagt lagið sem við hin þekkjum undir titlinum „Ég er furðuverk“. Heyrði hana syngja þetta í gær (*hrollur*) – sem að guð bjó til…
Fyndin Strumpa
Litla skaðræðinu (sem tók ótal ofvirkniköst um helgina) fer óðum fram í húmornum. Aðal skemmtiatriðið þessa dagana er að bulla tákn. Hún er sem sagt að læra smá tákn með tali á leikskólanum og ef hún er í sérlega fyndnu skapi þegar hún er spurð hvernig hún segir eitthvað, þá bullar hún einhver tákn og …
Sunnanvindur
Fórum til Reykjavíkur seint og síðar meir á föstudag eftir kennaraþing – sem var aaafar leiðinlegt, amk á köflum, þökk sé ákveðnum skólameistara í hópnum (ekki þó mínum). Sóley ofurdugleg í sundi, kafar eins og mofo og mjög kát yfirhöfuð. Keyrðum í friði og ró suður þar sem unginn sofnaði eftir 45 mínútna akstur. Ekki …
Kellingaklúbbur
Fékk upphringingu í síðustu viku þar sem mér var boðið að ganga í Ladies Circle – fyrir þá sem ekkert græða á þessum upplýsingum þá er það kvennaangi af Round Table. Ég var lukkuleg yfir því og fór í gærkvöld á fyrsta fundinn (en þeir eru einu sinni í mánuði). Þema fundarins var menning og …