Blindur fær sýn

Ég fór í sjónmælingu á föstudag, í tilefni af opnun nýrrar gleraugnaverslunar og frírrar mælingar ef maður keypti gleraugu. Þar sem það hefur verið á todo listanum í nokkurn tíma ákvað ég að kíkja á þetta og sjónmælingin var meira hugsuð sem bónus. Nema hvað, kemur ekki í ljós að ég er á hraðri niðurleið …

Kvikmyndahátíð Hafdísar og Kristínar

Eftir langt hlé héldum við Kristín danska kvikmyndahátíð í gær (veitir ekki af að bæta sér upp að komast aldrei á neinar myndir fyrir sunnan). Horfðum á mynd sem hefur beðið lengi í hillunni – Brødre. Það er skemmst frá því að segja að myndin er afar góð, með fantafínum leik og skemmtilegri kvikmyndatöku, en …

Eldfimur dagur

Það var svolítið fróðlegur þessi baráttudagur hér í skólanum í gær. Bæði meðal nemenda og kennara. Meðal annars kom upp ágæt umræða hjá kennurum (sem sýnir hvað sumir geta verið naív) um jafnrétti í launum karl- og kvenkennara. Vissulega erum við með launatöflu sem á að ganga jafnt yfir lýðinn en síðan höfum við dæmi …

Menningarpistillinn lofaði

Leikhúsferðin í gær var hin skemmtilegasta. Mikið hlegið og skemmtilegur leikur hjá þeim flestum þarna, að öðrum ólöstuðum stóðu tvö upp úr – hann Guðjón sem lék aðalhlutverkið og svo einhver stelpa sem ég kann engin deili á, lék þjónustustúlku. Vísa í Moggann á laugardaginn til frekari glöggvunar. Fullkomið brúðkaup verður seint talið mikið menningarstykki …

Fyndin Strumpa

Litla skaðræðinu (sem tók ótal ofvirkniköst um helgina) fer óðum fram í húmornum. Aðal skemmtiatriðið þessa dagana er að bulla tákn. Hún er sem sagt að læra smá tákn með tali á leikskólanum og ef hún er í sérlega fyndnu skapi þegar hún er spurð hvernig hún segir eitthvað, þá bullar hún einhver tákn og …

Sunnanvindur

Fórum til Reykjavíkur seint og síðar meir á föstudag eftir kennaraþing – sem var aaafar leiðinlegt, amk á köflum, þökk sé ákveðnum skólameistara í hópnum (ekki þó mínum). Sóley ofurdugleg í sundi, kafar eins og mofo og mjög kát yfirhöfuð. Keyrðum í friði og ró suður þar sem unginn sofnaði eftir 45 mínútna akstur. Ekki …

Kellingaklúbbur

Fékk upphringingu í síðustu viku þar sem mér var boðið að ganga í Ladies Circle – fyrir þá sem ekkert græða á þessum upplýsingum þá er það kvennaangi af Round Table. Ég var lukkuleg yfir því og fór í gærkvöld á fyrsta fundinn (en þeir eru einu sinni í mánuði). Þema fundarins var menning og …