Tómlegt eldhús

Í augnablikinu erum við tímabundið án eldhússborðs og stóla. Eins og glöggir lesendur muna uppfærðum við húsgögnin í stofunni og ákváðum að flytja agnarlitla borðstofuborðið inn í eldhús. Þurftum þar af leiðandi að losa okkur við gömlu eldhús-húsgögnin. Eins og ævinlega var það einhver af systkinum Mumma sem kom okkur til bjargar – að þessu …

Hér er ég

Fyrst af öllu, afmælisbarn dagsins er Anna systir. Til hamingju með afmælið góða mín. Engin afmælisgjöf í pósti frekar en venjulega. Mér virðist vera fyrirmunað að geta keypt pakka með það í huga að hann eigi eftir að vera í pósti í nokkra daga. Sem sagt, hann kemur, seint koma sumir en koma þó. Fréttir …

Markmið sumarsins

Markmiðin fyrir sumarin voru tvö. Annars vegar að fara í fjallgöngu – eftir að Vindheimajökli var náð, var þetta markmið útvíkkað í að taka einnig Súlur og Bryðjuskál (sem er í fjallinu ofan Munkaþverár) og það er skemmst frá því að segja að þessu góða markmiði var náð í dag, því sú góða ferð var …

Hetjusögur

Hefjast þá fyrst hetjusögur af hlaupum. Mælanlegur árangur hefur þegar náðst, hljóp í fjórða sinn í gær og þá sama hring og fyrsta daginn. Það er skemmst frá því að segja að ég hafði nánast allan hringinn af, skokkandi 🙂 Sennilega er þetta algjört einkamet, það er kosturinn við að hafa alltaf verið í voooondu …

Kaffi Lísa

Fórum í smá spontanious kaffihúsaferð í gær, til að gera nú eitthvað spes svona síðasta frídaginn. Það er sem sagt kaffihús á Hjalteyri – of all places – sem ég hef alltaf ætlað á og við létum loksins verða af. Það er skemmst frá að segja að þetta er ljómandi heimilislegur staður, með þessu líka …

Örpistill

Ótrúlegir þessir dagar. Alveg hreint hægt að blogga helling en það er bara ekki í myndinni að setjast niður. Áttum góða Verslunarmannahelgi – þetta er hægt ef maður passar sig á að koma ekki nálægt miðbænum (grrr). Hvalaskoðun á laugardag sem var góð sem slík. Þær eru sjaldnast gríðarlega fjörugar. Búin loksins – eftir að …