Talnameðferð… Hvers vegna hafa Íslendingar

Talnameðferð…

Hvers vegna hafa Íslendingar aldrei lært að telja mannfjölda á fundum og í­ kröfugöngum?

Á áðan voru mótmæli í­ miðbænum. Ég var vinnunni og lét því­ nægja að hlusta á útvarpsfréttirnar. Þar birtist viðtal við einn skipuleggjenda, sem sagði hróðugur að þarna væru saman komin nærri 5.000 manns.

Fréttamaðurinn lauk viðtalinu við piltinn og kvaddi svo með því­ að segja að hann væri að tala frá Austurvelli þar sem væru um og yfir 300 manns.

Þarna er býsna mikill munur tveggja sjónarvotta!

Til að fá úr málinu skorið tékkaði ég á Moggavefnum, sem kallaði lögguna til vitnis um að 2.000 manns hefðu mætt. – Því­ næst hringdi ég í­ Palla Hilmars sem staddur var niður frá. Hann giskaði á 1.000 manns.

Hverju á ég að trúa?