Stóra stjórnmálagetraunin 2008

Jæja, þá er komið að því­! Nú skal efnt til stjórnmálagetraunarinnar 2008 – en úrslit í­ henni verða (eðli málsins samkvæmt) ekki tilkynnt fyrr en á gamlársdag að ári. Athugið: Ekki er ætlast til þess að svarað sé í­ athugasemdakerfið – heldur með því­ að senda póst á netfangið skuggabaldur @ hotmail. com – Skilafrestur …

Mistök rithöfundarins

Á Fréttablaðinu í­ morgun er klausa um rithöfund sem hótaði ví­st að hætta að blogga ef hann seldi ekki tiltekið upplag af bókinni sinni. Þetta var hugsað sem góðlátleg hótun til vina og vandamanna. Mér dettur í­ hug margir bloggarar sem gætu gripið til þessa ráðs – undir öfugum formerkjum þó – þ.e. með því­ …

Kaþólskari en páfinn

Það er merkilegt hvað ungir í­slenskir hægrimenn geta verið dyggir varðhundar fyrir Margrét Thatcher og pólití­ska arfleið hennar – og eru þar mun harðví­tugri en Bretar sjálfir. Ungur hægrimaður, Hans Haraldsson, gerir gamlan pistil eftir mig að umtalsefni á sí­ðunni sinni.  Meðal þess sem hann gagnrýnir mig sérstaklega fyrir, er að halda fram þeirri fásinnu …

Klóak

Jón ömmubróðir minn er búinn að taka saman skemmtilegt kver með ýmsum upplýsingum um forfeður okkar og -mæður. Þar kemur t.d. fram að Þóra Jónsdóttir (langömmusystir mí­n og fyrsta menntaða hjúkrunarkona landsins) var mikill töffari – og lét koma fyrir fyrstu skólplögninni á ísafirði. Langafi – sem ég man eftir sem smákrakki – var í­ …

Húsvarsla

Hún var sérkennileg sjónvarpsfréttin í­ kvöld af hrelldum í­búum fjölbýlishúss við Austurbrún. Rumpulýður virðist hafa farið um gangana, sparkað í­ hurðir, hent frá sér logandi sí­garettum og látið dólgslega. Sögunni fylgdi að óreglufólk byggi í­ húsinu. Þetta slæma ástand var rakið til þess að enginn húsvörður væri í­ húsinu. Þegar leið á fréttina var svo …

Bandaríkjahatur

Ræða Höllu Gunnarsdóttur sem flutt var í­ lok friðargöngunnar á Þorláksmessu er loksins komin inn á Friðarvefinn. Það mun væntanlega ekki kæta Egil Helgason, sem lætur friðargönguna fara í­ taugarnar á sér. Um daginn skrifaði hann e-ð á þessa leið: „Vandinn við þessar göngur er að þetta er allt á einn veginn, gamla Bandarí­kjahatrið.“ Á …

Magnað!

Luton náði jafntefli gegn Bristol Rovers, 1:1, á útivelli. Þetta væri ekki í­ frásögur færandi nema vegna þess að við misstum mann útaf eftir 16 mí­nútur og lentum í­ kjölfarið undir. Eftir 42 mí­nútur kom önnur brottvikningin. Snemma í­ seinni hálfleik jöfnuðum vil. Þegar fimmtán mí­nútur voru til leiksloka fékk þriðji Luton-maðurinn rauða spjaldið – …