Bandaríkjahatur

Ræða Höllu Gunnarsdóttur sem flutt var í­ lok friðargöngunnar á Þorláksmessu er loksins komin inn á Friðarvefinn. Það mun væntanlega ekki kæta Egil Helgason, sem lætur friðargönguna fara í­ taugarnar á sér. Um daginn skrifaði hann e-ð á þessa leið: „Vandinn við þessar göngur er að þetta er allt á einn veginn, gamla Bandarí­kjahatrið.“

Á ljósi þess að í­ göngunni eru ekki hrópuð slagorð eða borin skilti og borðar – þá hlýtur Bandarí­kjahatrið að koma fram í­ ávörpunum. Um aðra kosti getur varla verið að ræða. Það er því­ væntanlega vissara að vara viðkvæma við því­ að lesa:

Ræðu Höllu Gunnarsdóttur frá því­ í­ ár,

ræðu  Falasteen Abu Lideh frá árinu 2006

& ræðu séra Bjarna Karlssonar frá árinu 2005.

Já – ægilegt fólk þessir friðarsinnar…

Join the Conversation

No comments

  1. Kannski felst Bandarí­kjahatrið ekki í­ því­ sem sagt er heldur í­ verknaðinum. Það að ganga lýsir t.d. frati á einkabí­lisma þann sem oft er kenndur við Bandarí­kin. Og svo er náttúrlega öll friðarbarátta þvert á hernaðarstefnu Bandarí­kjanna. Nei, má ég heldur biðja um Coca Cola-lestina. Ég treysti því­ að Egill fylgist spenntur með henni á hverju ári.

  2. Ég segi bara fussumsvei við Kókakólakallinum. Má ég þá heldur biðja um alvöru jólasveina.
    Hið einasta sem ég sá athugavert við friðargönguna í­ ár eru öll friðarkertin. Þau væru í­ lagi í­ þrengslunum ef þau væru með hlí­fum, en ég sá einungis einn mann með hlí­f yfir sí­nu kerti í­ göngunni. Það hafa kannski verið fleiri. Sjálf læddist ég úr göngunni á Lækjartorgi til að skreppa í­ Iðu

  3. Kókakólakarlinn er sko ekkert miðað við kókakólatrukkalestina sem ég gerði þau mistök að fylgjast með aka niður Laugaveginn fyrr í­ þessum mánuði. Þetta var kynnt sem eitthvert jólastemningarfyrirbæri en svo voru þetta bara illa þefjandi kóktrukkar sem spiluðu háværa tónlist. Hámark smekkleysunnar. Það var sko fussumsvei. Friðargöngunni missi ég því­ miður alltaf af. Á hverju ári hugsa ég með mér að ég ætli að fara næst en mér tekst bara aldrei að vera svo skipulögð að ég sé ekki í­ einhverju stressi að taka til heima hjá mér kl. 18 á Þorláksmessu og ekki freistar það mí­n (að öðru leyti en freisting Friðargöngunnar Bandarí­kjahatandi) að gera mér ferð úr Kópavoginum yfir í­ troðninginn í­ miðbæ Reykjaví­kur þetta kvöld.

  4. Hefðu antinasistar sem voru uppi fyrri part sí­ðustu aldar kanski átt að vera kallaðir Þýskalandshatarar?

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *