Talað í ráðgátum Ármann talar

Talað í­ ráðgátum

írmann talar í­ ráðgátum um atvinnumál sí­n. Nú er alltaf erfitt að ráðleggja fólki þegar það talar í­ véfréttastí­l, en´mér sýnist ég þó geta ráðið eitthvað í­ þetta hýróglí­fur:

Varðandi starf A, þá virðist írmann gleyma að taka með í­ reikninginn að á sumum vinnustöðum er meira af geggjuðu fólki en annars staðar. Hvers vegna að sækja í­ að vinna á stað þar sem annar hver maður er kexruglaður og allt gengur út á að rægja vinnufélagana og berjast við þá út af smámálum? – Auk þess á maður ekki að sleikja upp vitleysinga sem vilja hvorki heyra mann né sjá.

Ef starf C er það sem ég held að það sé, þá er það hikstalaust besti kosturinn í­ stöðunni. Auk þess getur það verið tí­mabundið – því­ það er ekki eins og verið sé að ráða sig fyrir lí­fstí­ð. – Það er alltaf vænlegast að ráða sig í­ vinnu þangað sem sóst er eftir manni.

* * *

Var að frétta í­ gær að Gvendur Strandamaður alias Guðmundur Ragnar Björnsson sé að útskrifast úr sagnfræðinni um helgina. Það eru frábærar fréttir.

Gvendur var með mér í­ Gettu betur-liði MR 1995. Hann fór í­ sagnfræðina í­ ársbyrjun 1997 en hefur verið að dóla sér í­ vinnu í­ kerskálanum hjá ísal. Hann lætur vel af sér í­ álverinu, en ég myndi þó fremur vilja sjá Gvend sem sögukennara – t.d. í­ gagnfræðaskóla. Hann hefur unun af því­ að tala um mannkynssögu, einkum styrjaldir fyrri alda.

* * *

Pressan birtir slúðurmola um yfirvofandi átök Framsóknarmanna í­ Reykjaví­k um þingsæti. Þessi frétt er um það bil eins heimskuleg og hugsast getur. (Fyrir utan þá staðreynd að hún gefur sér þá forsendu að flokkurinn sé nokkuð öruggur um fjögur þingsæti í­ borginni.)

Hvaða manni dettur í­ raun og veru í­ hug að Kristinn H. Gunnarsson, uppgjafaallaballi frá Bolungarví­k eigi séns í­ þingmennsku fyrir flokkinn hér? – Eru menn búnir að gleyma því­ að Kristinn er bara á þingi núna vegna þess að Halldór ísgrí­msson ákvað að taka Gunnlaug Sigmundsson af lí­fi pólití­skt og vantaði mann í­ staðinn?

Og Arnþrúður á þing??? Halló ! ! ! írið er 2002 en ekki 1990. Arnþrúður gaf út bókina „Arnþrúður Karlsdóttir segir…“ fyrir sí­ðustu jól og seldi lí­klega á milli 20 og 30 eintök. Er það vænlegt fyrir þingmannsefni?

Svo telur Pressan Guðjón Ólaf vera sterkan kandí­dat. (Nema að verið sé að gera grí­n að honum með því­ að kalla hann „mandarí­nu“ en ekki „mandarí­n“.) – Guðjón Ólafur er vinalegur náungi og eflaust afbragðs embættismaður – en pólití­kus er hann ekki.

Það er hins vegar skemmtilegt að sjá félaga Binga orðaðan við þingmennsku í­ svona slúðurmolum, þótt það sé jafnframt hárrétt athugað í­ greininni að honum liggi ekkert á að skella sér í­ slaginn. – Björn Ingi á hins vegar ekki að taka stefnuna á Reykjaví­k að mí­nu viti. Hann á að notfæra sér uppeldisár sí­n á Flateyri sem leið inn í­ Norð-vesturkjördæmið. Eftir fjögur ár verða Vestfirðingar nefnilega orðnir pirraðir á að vera þingmannslausir og þá hlýtur Palli Pedersen andskotakornið að fara að hætta á þingi. – Það kallar maður sóknarfæri!

Framsóknarmenn í­ Reykjaví­k ættu miklu fremur að bjóða fram þá góðu drengi Óla Jó og Val Norðra, sem eru vitaskuld eldheitir Framsóknarmenn. Ólafur hefur ví­ðtæka reynslu af fjármálum sem gjaldkeri fótboltaklúbbsins sem ég er í­ og Valur hefur reynslu af yfirstjórnun sem formaður húsfélagsins á Hringbraut 119. – Þetta tel ég í­ það minnsta vera meira en fullnægjandi bakgrunn fyrir alþingismenn. (Auk þess sem þeir eru báðir miklir viský-áhugamenn.)

Af öðrum efnilegum Framsóknarmönnum myndi ég hiklaust nefna minn gamla skólabróður Guðjón Ragnar Jónasson. Hann hefur komið ví­ða við og verið í­ mörgum flokkum og er jafnví­gur á lí­fið í­ borginni og sveitinni. Þá er hann fastagestur á Næsta bar, en það er alltaf kostur.