Það er gott… …að Páll

Það er gott…

…að Páll sé ánægður með póstkortið sem hann fékk sent frá Norðfirði í­ sí­ðustu viku. Á Færeyjaferðinni keyptum við frí­merki á póstkort til: foreldra minna, afa og ömmu, tengdaömmu í­ Miðfirðinum, Vigdí­sar mágkonu, tengdapabba og Palla. Allt þetta fólk fékk póstkort, nema Palli. Einhvern veginn fundum við ekki viðeigandi kort.

En það sem Páll er áhugamaður um póst og pósttengd málefni, þá varð ekki hjá því­ komist að senda honum eitthvað. Þess vegna vöppuðum við við (alltaf gaman að ná svona orðatví­tekningum) hjá Bryndí­si á pósthúsinu á Norðfirði og keyptum bæði kort og frí­merki. – Bryndí­s er snillingur sem ætti að fara að blogga, hver veit nema að ég stofni fyrir hana sí­ðu um helgina… – Bryndí­s er lí­ka áhugakona um fána.

Annars er það merkilegt hvað Páll lætur Norðfirðinga fara í­ taugarnar á sér. Til dæmis gegir hann stöðugt grí­n að Neistaflugi, sem er náttúrlega langflottasta hátí­ðin um Verslunarmannahelgina. – Þetta skýrist af því­ að Palli er Eskfirðingur að ætt og uppruna. Þegar Eskfirðingar þykjast vera stórir menn, þá tala þeir um að steypa upp í­ Oddsskarðsgöngin. Veruleikinn er hins vegar sá að þegar göngin voru gerð og rætt var um að flytja veginn til Norðfjarðar upp fyrir Eskifjörð, þá máttu Eskfirðingarnir ekki heyra á það minnst. Þeir óttuðust að verða af svo miklum viðskiptum. Eskifjörður er nefnilega fyrst og fremst þjóðvegasjoppa á leiðinni í­ höfuðstað Austurlands.

* * *

Á gær hringdi í­ mig vinnufélagi af kynningardeild Orkuveitunnar. Hann fól mér að afla gagna og upplýsinga fyrir Hrafn Gunnlaugsson. Öðru ví­si mér áður brá! Kannski fæ ég að leika skrí­tling í­ næstu mynd eftir Hrafn?

* * *

Óli Njáll hittir naglann á höfuðið í­ gagnrýni sinni á Ólaf Teit DV-blaðamann. Hvernig stendur á því­ að blaðamaðurinn getur ekki nafngreint einn einasta VG-mann sem komið gæti til greina ofarlega á framboðslista í­ suburbiu? A.m.k. ætti ekki að vera erfitt að láta sér detta í­ hug nafn Grí­ms Hákonarsonar. Grí­mur er einhver allra snjallasti pistlahöfundur í­ pólití­sku vefritaflórunni, eins og sjá má í­ tí­ðum greinum hans á vef Ungra vinstri grænna.

* * *

Á kvöld mun ég svo skrópa á krikketæfingu, heldur spila fótbolta með Svenna og félögum. Hann mun eflaust blogga um úrslitin á morgun.

Að bolta loknum er stefnan svo tekin á kvöldmat og friðarfund á Kaffi kúltúre og svo plottfund heima hjá írmanni.

Jamm.