Að helgi lokinni… Jæja, alveg

Að helgi lokinni…

Jæja, alveg kemur maður þokkalega undan helgi að þessu sinni.

Á föstudaginn ætluðum við Palli að grynnka á vinnunni við barmmerki Danskra daga í­ Stykkishólmi, sem við lofuðum að gera fyrir Kára rækjudrápara og einn mesta krikketfrömuð landsins. Eftir skamma stund enduðum við þó á Næsta bar, þar sem var margt góðra manna en Haraldur Blöndal hvergi sjáanlegur. Af frægum einstaklingum sem ég ræddi við má telja Drí­fu Snædal, Marra úr írnagarði, Pétur Hrafn og Gústa (við Gústi sammæltumst um að við yrðum að mæta á KA-Fram í­ 18. umferðinni), Sverrir, írmann , félaga Stefán og Atla Geir Grétarsson söngvara Kátra pilta.

Ég skreiddist heim eftir alltof marga bjóra og mundi ekki einu sinni almennilega hvort ég hefði náð að bjóða nafna mí­num í­ mat á laugardagskvöldið. Sú var þó raunin.

Það er ný stefna hjá okkur Steinunni að reyna að bjóða einkum einhleypum vinum okkar í­ mat. Af hverju bjóða pör helst bara öðrum pörum í­ mat? Það er alveg fáránlegt, vegna þess að pörum er engin vorkunn að elda sér eitthvað sjálf, á meðan þeir einhleypu eru yfirleitt svangir og vannærðir. (Sjálfur lifði ég á pizzum og ristuðu brauði áður en Steinunn kom til sögunnar.) – Þess vegna verða þeir einhleypu ofsakátir þá sjaldan þeim er boðið í­ mat.

Eftir þaulsetur á Hringbrautinni, þar sem ýmsum tegundum af rauðví­ni, bjór og viský var blandað saman, lá leiðin í­ bæinn. Fyrst var stoppað á þeim arma stað Viktor. Þar lenti ég á kjaftatörn um virkjanamál við minn gamla bekkjarbróður Stefán Má ígústsson. Hann er góður drengur og lofaði að heimsækja okkur Sverri á Minjasafnið.

Á meðan á samtalinu stóð, hnippti þjónn á staðnum í­ mig og rétti mér viskýglas með þeim orðum að „þetta væri frá Braga“. Ég hváði, en sá þá hvar Bragi Skaftason stóð fyrir aftan barborðið og dældi bjór af miklum móð. – Gott að sjá að Bragi skuli vera byrjaður að blogga aftur. Hann er vanmetinn snillingur.

Frá Viktor örkuðum við upp á Næsta bar og stungum þar með Varðskips-Nonna af, en hann var búinn að nauða í­ mér að raka vinstrihelmingin af skegginu af mér. Sjálfur myndi hann þá raka af hægrihelminginn og við yrðum því­ nokkurs konar Jing og Jang. – Arfavond hugmynd!

Ekki festum við yndi á Næsta bar, heldur skildum félaga Stefán eftir og skunduðum heim. Á leiðinni römbuðum við fram á Svan Pétursson og Siggu bleiku í­ Bankastrætinu. (Úpps – vonandi felst ekki í­ þessu of mikil ví­sbending fyrir spurningaleik Siggu…)

* * *

Allt stefndi í­ þynnku á sunnudag, en með því­ að sofa til hádegis tókst að komast fyrir þann fjára.

Til að gera nú eitthvað uppbyggilegt, skelltum við Steinunn okkur í­ Þjóðmenningarhúsið þar sem stendur yfir sýning á ljósmyndum úr Fox-leiðangrinum frá 1860. Þessi sýning er svo sannarlega ekki foxleiðinleg (sorrý, þessi brandari varð bara að koma), heldur stórmerkileg. Hvet alla til að mæta og skoða. (Ókeypis inn á sunnudögum…)

Eftir safnarápið lá beint við að fara í­ vöfflur og kaffi til tengdó. Hún er að verða óð yfir allri vitleysunni í­ ísatrúarfélaginu þar sem hún situr í­ sáttanefnd. Alveg er það ótrúlegt hvað deilur í­ trúarsöfnuðum geta orðið illskeyttar. Kannski eins gott að ég er ekki enn búinn að gera alvöru úr því­ að ganga í­ félagið… – Tengdó gaf sér þó tí­ma til að hressa upp á fataskáp dóttur sinnar og verður ekki annað sagt en að það hafi mælst vel fyrir.

Úr kaffiþambinu var gengið í­ verðmætasköpun, en undanfarna mánuði hef ég hent öllum tómum bjórdósum og -flöskum niður í­ geymslu. Þetta eru nú orðin geysileg verðmæti, eins og í­ ljós kom þegar öllu draslinu var skutlað í­ endurvinnsluna. Nú er bara að ákveða hvar best sé að fara út að borða fyrir ágóðann.

Kvöldið fór svo í­ bí­óferð. Ég vildi ólmur fara á „About a Boy“ – ekki vegna þess að ég hafi haft miklar væntingar um myndina sem slí­ka, en Nick Hornby er fí­nn rithöfundur. T.d. voru High Fidelity og Fever Pitch mjög góðar bækur. Eins og okkur hafði svo sem grunað, þá var myndin ekki nema í­ góðu meðallagi. Hægt var að flissa að nokkrum bröndurum, en ekki mikið meira. Ekki botna ég í­ sumum gagnrýnendum sem hefja myndina til skýjanna.

* * *

Rétt að lokum má koma að smáleiðréttingu. Kuldaboli var ekki afi Bryndí­sar heldur afabróðir. Það finnst mér samt vera merkilegt!