Dauði og djöfull! Hvað var

Dauði og djöfull!

Hvað var þetta eiginlega sem verið var að bjóða upp á á Laugardalsvellinum í­ gær? A.m.k. ekki fótbolti!

Ég hef afar sjaldan sé Framara svona hroðalega lélega og hef þó séð ýmislegt. Það vantar alla baráttu og það sem verra er, þá fer maður að efast um að sumir í­ hópnum eigi neitt erindi í­ efstu deild. Aðalástæðan fyrir þessu er vitaskuld meiðsli lykilmanna. Þannig skoraði Þorbjörn Atli þrjú mörk og lagði upp fjögur til viðbótar áður en hann meiddist. Bjössi er langbesti maður liðsins, þannig að auðvitað blæðir okkur án hans.

Annar maður sem brýnt er að koma á lappir, er Ingvar í­ vörninni. Þá væri ekki verra að hafa tiltæka Bjarnana tvo sem léku með okkur fyrstu umferðirnar. Bjarni Hólm er stór strákur og ekki veitir af í­ stubbavörninni.

Sem stendur er Sævar kominn í­ bakvörðinn og það eru ótí­ðindi eins og Framarar þekkja. Hins vegar má hugga sig við að Eggert Stefánsson er að ná fyrri styrk, en hann er einn allra besti varnarmaður landsins. Þá er Andrés Jónsson sprækur og því­ skrí­tið að hann hafi ekki fengið að leika með í­ gær.

Á miðjunni er Gústi búinn að vera úti að aka og Englendingurinn, sem byrjaði ágætlega, gat ekkert. (Duttu mennirnir í­ það eftir Keflaví­kurleikinn?) – Hvers vegna er Freyr ekki í­ byrjunarliði? Hann er ekki sterkur, en hann getur skapað færi.

Sóknarleikurinn er lí­ka undarlegur. Þar brennir Andri Fannar af færum eins og hann væri í­ akkorði – en honum fyrirgefst það því­ að hann er efnilegur og við ætlum að selja hann fyrir marga peninga. Kristján Brooks hefur reynt að hlaupa eitthvað og því­ skrí­tið að taka hann svona snemma út af.

Og til að bí­ta höfuðið af skömminni, þá spiluðum við með tvo KR-inga sí­ðustu mí­núturnar í­ gær. Hví­lí­kir tí­mar, hví­lí­kir siðir!