Aumingjar og bleyður…
…eru KR-ingar. Af hverju getur þetta skítalið ALDREI drullast til að vinna þegar maður þarf á því að halda. Fyrir leiki gærkvöldsins leit þetta nokkuð vel út hjá Frömurum, að því gefnu að lokaleikirnir tveir ynnust. Nú er þetta orðið djöfullega erfitt. Ef Eyjamenn eiga að falla mega þeir hvorugan leikinn vinna. Keflavík mætti væntanlega vinna anna leikinn en tapa hinum. – Ég verð veikur við tilhugsunina um útileik gegn Njarðvík að ári.
* * *
Einn af þeim aðilum sem ég bölvaði hvað mest í bloggi gærdagsins sendi mér tölvupóst í morgun. Eins og venjulega sendi hann cc á manninn sem hann heldur að sé næsti yfirmaður minn. Þetta gerir hann í ÖLLUM okkar tölvupóstsamskiptum, enda virðist mórallinn vera einfaldur: ef þú afgreiðir mig ekki nógu hratt og örugglega, þá klaga ég í stjórann. Þetta er gjörsamlega óþolandi, einkum þar sem aldrei hefur neitt staðið upp á mig í okkar samskiptum. Ég er foxillur.
* * *
Gekk í það á áðan að borga Sýn og Fjölvarpið fyrir septembermánuð. Er búinn að vera án þess í tvo mánuði og er að eipa. Ohhh…, það verður svo gott að geta aftur byrjað að rása mili stöðva. Ég prufa alltaf að velja ALLAR stöðvarnar, líka þær sem ég horfi ALDREI á eins og Planet World, sem virðist alltaf sýna sama þáttinn um óðan ístrala sem berst við kyrkislöngur og krókódíla.