Taugaveiklun Jæja, það styttist í

Taugaveiklun

Jæja, það styttist í­ stóra leikinn fyrir norðan. Þrátt fyrir stór orð erum við Valur ekki enn búnir að redda ferð norður og væntanlega munum við neyðast til að keyra þetta sjálfir. Þá er bara spurningin á hvaða bí­l. Mun „Neisti nýrrar aldar“ fá reynsluakstur sinn á þjóðvegum landsins? Þá kæmi sér vel að hann er nú á nýjum bremsuklossum…

* * *

Gömlu komu í­ kaffi í­ gær, færandi hendi með afmælisgjöf handa Steinunni. Þar með er heimilið búið að eignast Rigga-robb, þar sem Paparnir spila lög við texta Jónasar írnasonar. Það er ekki amalegt.

* * *

Fór að lesa meira í­ Technology and Culture og uppgötvaði mér til mikillar ánægju að aðalgrein aprí­l-heftisins er um í­slenskan sjávarútveg eftir írna Sverrisson. Ætli þetta sé ekki í­ fyrsta sinn sem skrifað er um í­slenska tæknisögu í­ þetta öndvegistí­marit tæknisagnfræðinga?

Annars er það verst við að blaða í­ svona ritum að á mig rennur alltaf kaupæði þegar kemur að ritfregnunum. T.d. sá ég að út er komið ritgerðasafn til heiðurs Tom og Agötu Hughes, sem eru höfuðsnillingar. Thomas P. Hughes breytti tæknisögunni með bók sinni Networks of Power og þess vegna er ritgerðarsafnið kallað Technologies of Power – sniðugt!

Einu sinni sá ég Tom Huges tala á ráðstefnu í­ Munchen. Það var upplifun.

Jamm.