Barlómur… Hvers vegna raðast öll

Barlómur…

Hvers vegna raðast öll verkefni á mann um leið? Sumar vikur er ekkert að gera, en aðrar eru ekki færri en 5-6 aðkallandi hlutir í­ gangi í­ einu. Lí­klegasta skýringin er sú að þegar maður er á annað borð með of mikið á sinni könnu þá finnist manni ekki muna um kepp í­ sláturtí­ð og taki hiklaust við nýjum verkefnum til viðbótar. Um þessar mundir eru eftirfarandi verkefni að plaga mig:

i) Flutningar. – Þeir eru langt komnir, en eftir er að flytja rúmið, sjónvarpið og stofuhúsgögnin. ístæða þess að ég er ekki búinn að ganga í­ það mál er að Mánagatan er nú þegar full af mublum sem losna þarf við áður en lengra er haldið. Ef Proppé fæst til að taka sófann er mikill sigur unninn.

ii) Finna leigjendur. – Það er ekki enn búið. íhugasamir sendi tölvupóst eða hringi í­ 696-4825.

iii) Stjörnuskoðun. – Næstu daga þarf ég að skipuleggja stjörnuskoðun á Minjasafninu. Þar sem ekki verður hægt að auglýsa hana með góðum fyrirvara mun reyna þeim mun meira á plögghæfileika mí­na. Vinir mí­nir í­ fjölmiðlum eiga því­ ekki góða daga fyrir höndum…

iv) Tryggvi Emilsson. – Tók að mér að vinna að uppsetningu á lí­tilli sýningu tengdri þeim góða manni í­ tengslum við vinnuna.

v) Uppstilling á framboðslista. – Lenti í­ uppstillingarnefnd hjá VG. Þarf að raða upp á tvo framboðslista á næstu dögum. íbendingar sendist á stefan.palsson@or.is

vi) Skrifa grein. – Lofaði að semja grein um ví­sindasögu með Skúla Sig. Er með allt niðrum mig í­ því­ máli.

vii) Kynna mér tölvusögu. – Lofaði að vera hópi áhugamanna um sögu tölvuvæðingar innan handar. Veit sáralí­tið um tölvur sjálfur.

viii) Friðarmál. – SHA er að sparka starfinu af stað. Bjó til metnaðarfulla starfsáætlun. Vonandi verð ég maður í­ að standa við stóru orðin.

ix) Barmmerkjagerð. – Þarf að búa til barmmerki ásamt Palla fyrir UVG, Heimsþorp og kannski fleiri aðila.

– Og þetta var dagskráin fyrir nóvember.

Jamm