Vinnuplögg
Horfðu til himins!
– Stjörnuskoðun í Elliðaárdal
Fimmtudagskvöldið 14. nóvember bjóða Rafheimar, fræðslusetur Orkuveitu Reykjavíkur til stjörnuskoðunar í Minjasafni OR í Elliðaárdal (gegnt gömlu rafstöðinni). Þar mun gestum og gangandi gefast kostur á að skoða himininn í gegnum stjörnusjónauka og njóta til þess leiðsagnar félaga í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Þá mun gestum verða boðið að kynna sér töfraheima rafmagnsins í Rafheimum. Húsið verður opið frá kl. 20-22.
Rafheimar
Jamm – ég sagði að þetta væri vinnuplögg…