Þökk sé Ármanni. …fyrir frábæran

Þökk sé írmanni.

…fyrir frábæran link á franskar teiknimyndasögur (sem ómenntaði skrí­llinn sem enga frönsku kann skilur væntanlega ekkert í­). írmann snýst til varnar bókunum um Hin fjögur fræknu. Ekki hafði ég áttað mig á því­ hversu margar bækurnar í­ þessum bókaflokki eru orðnar. Það er heill haugur óútgefinn!

Nú mana ég írmann til að skrifa menningarpistil um Hin fjögur fræknu á Múrinn. Minna má það nú ekki vera!

(Uppáhalds fjögur fræknu-djókurinn minn er samt í­ bókinni „Fjögur fræknu og vofan“, þar sem einn peningafalsarinn var rangeygður og prentaði fullkomna peningaseðla að öðru leyti en því­ að maðurinn á framhliðinni var lí­ka rangeygður. – Af hverju er fyndið að hlægja að rangeyðgum? Hvort héldu menn með Jóni Oddi eða Jóni Bjarna?)

* * *

Á teiknimyndasí­ðunni hans írmanns má lí­ka sjá myndir af forsí­ðum allra Palla og Togga-bókanna. Einhver góður maður mætti gera gangskör í­ að þýða þær og gefa út.

Hvers vegna er svona skrí­pó ekki selt hér á landi? Mál og menning selur eitthvað af teiknimyndasögum á erlendum málum, en í­ Nexus eru bara seldar aksjón-teiknimyndasögur en ekki skrí­pó. Það er fúlt.

* * *

Á leiðinni heim í­ gær sá ég að búið er að loka Kaffi Kim á Rauðarárstí­gnum. Kannski gerðist það fyrir löngu sí­ðan, hef ekki fylgst vel með. Ætli það sé verið að taka húsið í­ gegn? Má ég eiga von á nýjum bar/kaffihúsi í­ röltfæri við Mánagötuna? Það verður gaman að sjá.

* * *

Annars stefnir í­ bloggfall hjá mér. Er á leiðinni út úr bænum og kem ekki aftur fyrr en á sunnudag.

Jamm