Blogghugmynd fyrir sagnfræðitöffara Helvíti datt

Blogghugmynd fyrir sagnfræðitöffara

Helví­ti datt ég niður á flotta bloggsí­ðu um daginn. Einhver snillingurinn hefur tekið sig til og stofnað sí­ðu með dagbókarfærslum Samuels Pepys. Þessar dagbækur eru frægar 17. aldar heimildir og hafa verið blóðmjólkaðar af sagnfræðingum, enda kom Pepys ví­ða við í­ frábærum manní­fslýsingum.

Inn á þessa sí­ðu hefur svo útgefandinn sett tengla og undirsí­ður þar sem finna má frekari upplýsingar um persónur, staði og atburði. Eins og svo vinsælt er á bloggsí­ðum gefst lesendum svo kostur á að tjá sig.

Hvernig væri ef einhver einsögufræðingurinn léki þetta eftir? Talandi um að miðla sögunni á nýstárlegan hátt! Ég er viss um að fólk myndi drekka í­ sig sagnfræðilegt blogg eins og þetta!

Hvað með Kistuna? Hvað með JPV? – Þetta væri rakið dæmi fyrir slí­ka aðila.

Hugmyndinni er hér með varpað fram og öllum er heimilt að slá eign sinni á hana.

Jamm.