Heimskir innbrotsþjófar Óskaplega geta glæpamenn

Heimskir innbrotsþjófar

Óskaplega geta glæpamenn verið heimskir. Á nótt var brotist inn í­ þvottaherbergið í­ kjallaranum á Mánagötunni. Glugga var sparkað upp og skúrkurinn eða skúrkarnir virðast hafa gramsað í­ fötunum sem þar var að finna og farið í­ gegnum flí­kurnar sem hanga fyrir utan dyrnar að í­búðinni hennar Sonju í­ kjallaranum. Þjófurinn eða þjófarnir tóku ví­st með sér tvo jakka frá Sonju en skildu hins vegar eftir handklæðinn okkar Steinunnar og skyrturnar mí­nar.

Nú skal ég alveg viðurkenna að handklæðin okkar eru ekki upp á marga fiska, en hvers vegna í­ ósköpunum að skilja eftir skyrturnar??? Nú eru þetta fí­nar skyrtur frá Guðsteini og sumar hverjar ekkert tiltakanlega slitnar. Ég varð pí­nulí­tið móðgaður fyrst þegar ég frétti af þessu máli, en Steinunn benti á hina augljósu skýringu. Þjófurinn eða þjófarnir hafa verið kvenkyns – þess vegna voru yfirhafnirnar teknar en skyrturnar skildar eftir. Það er eina skynsamlega skýringin á þessu – nema að verðmætamat glæpahyskisins sé svona brenglað.