Þorramatur er kjarnafæða Hið árlega

Þorramatur er kjarnafæða

Hið árlega þorrablót Norðfirðinganýlendunnar á Mánagötunni var haldið í­ gær, þótt gestgjafarnir – en einkum sá er þetta ritar – hafi ekki gert mikið annað af viti en að hósta og hnerra á gestina. Mikið svakalega getur þó þorramatur verið góður. Strax skal viðurkennt að lí­tið fór fyrir súrmeti og ekki át ég hákarlinn sem Jón varðskipsmaður átti að brytja í­ smátt en skilaði svo í­ flennistórum stykkjum. Fengum fautagóðan harðfisk með þessu og ljóst að ekki verður haft annað til matar en harðfiskur, rúgbrauðsafgangar og hangiket fram að hinum raunverulegu mánaðarmótum, þann 18.

Sjaldan mun tónlistarflutningurinn hafa verið jafnöflugur á Mánagötublóti en nú. Þarna var partýgí­taristi, fiðlungur og harmonikkukarl. Það er ekki amalegt í­ lí­tilli í­búð.

Undir lokin hrifsuðum við Valdimar kokkur völdin yfir geislaspilaranum og komst þar fátt að annað en pönk upp frá því­. Fræbbblarnir, Þeysararnir og Q4U klikka ekki þegar lí­ða tekur á samkvæmi. – Óskaplega varð ég samt feginn að vakna óþunnur, það er ekki lí­tið afrek í­ ljósi þess að á drykkjarfangalistanum voru þrjár mismunandi tegundir af bjór, eplasnaps, jagermaster og að sjálfsögðu brenniví­n í­ mysu. Það er góður drykkur.

* * *

Góð helgi í­ sportinu. Hearts vann enn einn leikinn, að þessu sinni Kilmarnock. Þriðja sætið má því­ teljast innan seilingar. Ekki slæmt hjá liði sem spáð var fallbaráttu.

Framararnir lögðu FH í­ handboltanum á föstudagskvöldið. Á ég að nenna á Selfoss-leikinn á eftir? Það skaðar svo sem ekki að reka aðeins inn nefið og hnerra á mí­na menn.

Luton-menn eru þó stjörnur helgarinnar. Sigur úti gegn Port Vale á sama tí­ma og Tranmere tapaði og QPR gerði jafntefli. Núna gerist þetta! Ef við vinnum Blackpool á þriðjudaginn verðum við óstöðvandi…

Annars rann það upp fyrir mér í­ gær hvað ég er orðin slöpp boltabulla. Horfði á Bochum – Leverkausen og áttaði mig þá á því­ að ég hef ekki horft á heilan fótboltaleik í­ óratí­ma. Ég fylgist með úrslitum á netinu, en hef mig svo aldrei í­ að horfa á leiki. Svona getur farið þegar maður er ekki með Sýn.