Óvenjuleg baráttuaðferð
(Humm… á ég að þora að láta þessa bloggfærslu fara í loftið, vitandi það að skyldmenni af ýmsum aldri lesa þessa síðu reglulega? – Jú, málstaðurinn er góður og ættingjar mínir vonandi ekki mjög móðgunargjarnir.)
Baráttan gegn yfirvofandi árásarstríði Bandaríkjanna gegn írak tekur á sig ýmsar myndir. Flestir friðarsinnar láta sér nægja að rita nöfn sín á undirskriftarlista á netinu, aðrir mæta í mótmælaaðgerðir sem flestar eru með hefðbundnum hætti (göngur, mótmælastöður o.þ.h.)
Þeir eru hns vegar til sem vilja beita róttækari aðferðum í baráttunni fyrir friði í heiminum. Þar á meðal eru samtökin „runk í þágu friðar„, sem hvetja fólk til að andæfa heimsvaldastefnu Bush og félaga með því að stunda sjálfsfróun. Nú þegar munu meira en 10.000 manns frá meira en 80 löndum hafa undirritað yfirlýsingu á heimasíðu samtakanna, þar á meðal einhver/jir/jar frá Íslandi. Hef reyndar ekki lagt í að skrá mig þarna sjálfur, enda ekki áttað mig á því fyrr hversu pólitísk þessi athöfn getur verið. Held ég beri málið undir stelpuna áður en lengra er haldið.
Á síðunni góðu má finna mörg frábær, tvíræð slagorð gegn stríði en fyrir sjálfsfróun. Hér eru nokkur góð:
* I’m going blind for mankind!
* War’s no joke, stop and stroke!
* Touch your sack, not Iraq
* Wank, Spank, Stop that Tank
* World peace is at hand
* Contributing to peace 1 oz. at a time.
* Don’t send troops to die, give masturbation a try
* Peace: a stroke of genius
Er ég bara svona barnalegur, eða er þetta ekki bráðsnjöll aðferð til að koma boðskap á framfæri?