Drög að taugaáfalli Jæja, það

Drög að taugaáfalli

Jæja, það styttist í­ að stressið komi mér í­ gröfina. Stóru mótmælin gegn íraksstrí­ðinu verða haldin á Ingólfstorgi á laugardaginn. Það er í­ hundrað horn að lí­ta fyrir þau. M.a. þurfum við Palli að koma út 4ða tölublaði Strí­ðsfrétta og heimilisiðnaðurinn á Mánagötunni, barmmerkjaframleiðsla í­ hundraðaví­s, fylgir í­ kjölfarið. Ekki er Orkuveitan að gera mér þetta auðveldara með því­ að skikka mig á eitthvert helví­tis stjórnunarnámskeið á föstudaginn, sem taka mun allan tí­mann frá kl. 8-22:30. – Óstuð.

Svo bætist inn í­ þessa dagskrá handboltaleikur með Frömurunum; fyrirlestur hjá Elí­asi Daví­ðssyni; Gettu betur byrjar á morgun (gaman að sjá hvernig Svenna mun takast upp) o.s.frv.

Gleðifréttirnar eru hins vegar þær að óðum styttist í­ hin raunverulegu mánaðarmót, 18. febrúar. Þá verður öldungis gaman hjá okkur VISA-þrælunum.

* * *

Luton tapaði í­ gær og það á heimavelli gegn Blackpool. Þetta mátti alls ekki gerast og skyndilega virðist sigurlotan sí­ðustu vikur unnin fyrir gýg. – Þetta er mikið vont.

* * *

Rambaði inn á skemmtilega sí­ðu í­ gær sem innihélt tæmandi lista yfir alla „heimsmeistara í­ knattspyrnu“, miðað við að heimsmeistaratitillinn færðist milli landsliða eins og heimsmeistaratitillinn í­ hnefaleikum – þ.e. ef við lí­tum svo á að sigurvegarinn í­ fyrsta landsleik sögunnar – þar sem England og Skotland áttust við – hafi verið fyrsti heimsmeistarinn og svo haldið þeim titli þar til viðkomandi lið tapaði næst landsleik. Á ljós kom að Skotar hafa þá verið „heimsmeistarar“ lengst allra þjóða. Meðal óvæntustu heimsmeistaranna voru hins vegar Hollensku Antilleseyjar, sem héldu titlinum í­ fjóra daga.

Merkilegt!