Ammæli, verkalýðsdagur og föstudagur í

Ammæli, verkalýðsdagur og föstudagur í­ vinnunni…

Úff, komin helgi og það ekki vonum fyrr. Raunar lí­ður mér meira eins og að ég sé að skrí­ða út úr erfiðri helgi frekar en inn í­ eina slí­ka.

Á miðvikudaginn fór skrifstofa forstjóra Orkuveitu Reykjaví­kur í­ sýnisferð um lóðir og lendur fyrirtækisins. (Þar var meðal annars hún Helga með í­ för.) Eins og vill henda á slí­kum ferðum var vel veitt, en mér tókst þó lygilega vel að berja af mér boð um bjór, léttví­n, koní­ak o.þ.h. – enda var ég á leiðinni í­ 95 ára afmæli. Það var Knattspyrnufélagið Fram sem hélt upp á þetta stórafmæli sitt í­ Versölum við Hallveigarstí­g og þangað skundaði ég ásamt afa, sem fékk gullmerki KSÁ um kvöldið. Lenti á kjaftakörn við Svein Andra frænda minn, Alfreð Þorsteinsson og önnur stórmenni. – Það vantaði bara Jón Steinar og þá hefði myndin verið fullkomnuð…

Skemmtiatriðin voru fí­n og ræðurnar þolanlegar. Jóhannes Kristjánsson eftirherma var með uppistand. Hann hefur væntanlega kannast við smettið á mér og ákvað að prjóna mig inn í­ fjöldamarga brandara – sem var ekki mjög gott stöðumat þar sem fæstir Framararnir í­ salnum þekktu mig. Einhver hefði átt að benda honum á gömlu jaxlana á staðnum til að grí­nið hitti betur í­ mark.

Þegar borðhald, ræður og orðuveitingar voru afstaðnar rölti ég af stað á Grand rokk þar sem kommúnistarnir stóðu fyrir rokktónleikum. Stoppaði samt fyrst hjá ungum Framsóknarmönnum og lét Björn Inga gefa mér bjór, sem væntanlega hefur verið í­ boði S-hópsins. Það getur verið að fylgisprósentan sé í­ lægri kantinum hjá Framsókn um þessar mundir, en bjórinn þeirra hefur örugglega verið sterkari en 5% – í­ það minnsta varð ég öskufullur, rúllaði inn á Grand og ákvað að bæta nokkrum pintum af Steiger oní­ kokteilinn í­ vömbinni. Náði ekki að sjá annað af tónleikunum en pönkbandið „Ekkert kjaftæði“ – stóð fyrir háreysti meðan þeir spiluðu, sem er bara betra á pönktónleikum…

Að pönkinu loknu labbaði ég upp Laugaveginn og stefndi ótrauður á rúmið mitt. Ekki fór það þó betur en svo að Jói Nissa, bróðir Stefáns Jónssonar stórvinar mí­ns dró mig inn á í­rsku skí­tabúlluna sem nú er rekin í­ gamla Blúsbarnum. Bætti ég þá Beamish við ólyfjanina sem búið var að innbyrða. Góðu heilli tókst öllu þessu alkohóli að láta mig gleyma hversu skí­tkalt væri í­ veðri. Á það var ég þó minntur þegar ég skreið upp í­ – alltof seint, alltof drukkinn og alltof kaldur. Reyndist ég ekki alveg sá aufúsugestir sem ég sjálfur taldi.

Það var aldrei hætta á öðru en að ég fengi makleg málagjöld eftir þessar æfingar og þegar kom að því­ að reyna að vakna kl. 9:30 til að undirbúa morgunkaffi SHA varð ég að segja pass. Skrölti aðeins niður eftir, glerþunnur klukkan að ganga ellefu. Nartaði í­ eina vöflu og drakk hálft djúsglas. Fór aftur heim og lagði mig fram að göngu.

Skí­tarok í­ kröfugöngunni. Mætti með þetta fí­na skilti – eins og sjá má á myndaserí­unni hjá Palla. Hélt ég yrði úti á leiðinni, en komst þó við illan leik á Ingólfstorg. Ætlaði í­ kaffi hjá Vinstir grænum í­ Iðnó en þar var stappað af fólki og ég varð frá að hverfa. Fór í­ staðinn í­ kosningamiðstöðina að Ingólfstræti og hitti frústreraða krata sem eru að hugsa um að kjósa VG af því­ að Samfó sökkar. Sá lí­ka Óla Njál og reyndi að selja honum frábæra hugmynd sem boða mun byltingu í­ bloggheimum.

Rauður fyrsti maí­ um kvöldið að Hallveigarstöðum. Liðleskjurnar vinir mí­nir skrópuðu flestir. Gunni flokksmaður lét þó sjá sig. Steinunn hélt ræðu sem bræddi allt gamla fólkið. Ræðan var reyndar fí­n og útilokað að sjá að henni hefði verið skellt saman rétt fyrir samkomuna. En mikið óskaplega var stelpan orðin þreytt í­ lok kvölds.

Vaknaði lurkum laminn. Nennti ekkert að sinna börnunum sem komu í­ morgun – dembdi allri vinnunni á Óla og er með smá samviskubit. Lenti í­ launaviðtali sí­ðdegis. Óskandi að þetta fyrirtæki fari nú að mylja í­ mig peningum.

Farinn á barinn.