Fæðingardagur mikilmenna Sumir dagar virðast

Fæðingardagur mikilmenna

Sumir dagar virðast gefa af sér fleiri mikilmenni en aðrir. Á dag, 8. maí­ fæddust t.d. eftirtalin stórmenni:

Edward Gibbon (1737-1794) – lí­klega einhver allra áhrifamesti sagnfræðingur sem uppi hefur verið – ef ekki sá áhrifamesti. Bók hans um hnignun Rómarveldis er af sagnfræðingum talið tí­mamótaverk í­ sögu sagnfræðinnar. Samt þekki ég engan sagnfræðing sem hefur lesið hana. Veit reyndar ekki með Sverri. Hann væri ví­s til þess.

Gustave Flaubert, franski rithöfundurinn, fæddist þennan dag 1880. Hans langfrægasta verk er að sjálfsögðu Madame Bovary sem þykir grí­ðarlega merkileg í­ bókmenntasögunni en er jafnframt óhemju leiðinleg. Vann þessa bók einhverju sinni í­ happdrætti á árshátí­ð sagnfræði- og bókmenntafræðinema og hef gert nokkrar tilraunir til að brjóta mig í­ gegnum hana – án árangurs.

Harry S Truman forseti Bandarí­kjanna fæddist þennan dag 1884. Nenni ekki að besserwissast með því­ að skrifa hér um „S-ið“ í­ nafni hans. Kannski seinna.

Salma Harmaja, finnskt ljóðskáld, fæddist þennan dag 1913. Hún var þunglyndum unglingsstúlkum um miðbik sí­ðustu aldar það sama og Sylvia Plath er jafnöldrum þeirra í­ dag.

Páll Hilmarsson fæddist þennan dag árið 1976. Hann er einna þekktastur fyrir smásögu sí­na „Játning rottu“ sem byggðist á raunverulegum atburðum í­ lí­fi hans.

* * *

Á þessum degi eru 150 ár frá fyrsta stóra járnbrautarslysinu. Það átti sér stað við Bellevue í­ Frakklandi og drap 53. Ef ég nennti gæti ég bloggað heljarlanga tæknisögufærslu að þessu tilefni. Sleppi því­ samt núna, en árétta að mig langar til að gerast járnbrautanörd. Járnbrautin í­ sögu Íslands væri æðislegt efni í­ doktorsritgerð.