Rangfærslur
Úff, Sverrir skaut í kaf rangfærslur mínar varðandi Gustave Flaubert – sem að sjálfsögðu var fæddur miklu fyrr en fram kom í bloggi gærdagsins. 8. maí 1880 var dánardagur hans, ekki fæðingardagur. Ég roðna af skömm!
Japanir hafa eignast sinn Valla rostung! Hversu margir lesenda þessarar síðu skyldu muna eftir Valla rostungi?
Úgg. Ætti ég að skipta um útlit á blogginu mínu? Ég er ekki viss um að ég vilji hafa eins útlítandi síðu og þessi manneskja…
Selfoss annað kvöld? Tja, varla… Veit samt ekki alveg…