Unnið fram á kvöld Úff

Unnið fram á kvöld

Úff – sólin steikir á mér skallann, en samt þarf ég að vinna fram eftir. Reyndar kom ég sjálfum mér í­ þessa stöðu því­ ég skrapp frá í­ eftirmiðdaginn til að góna á Úlfana vinna Sheffield United ásamt Palla og ísari. Úlfarnir hafa ekki rassgat að gera í­ efstu deild, en samt gaman að sjá Colin Cameron – gamla Hearts-fyrirliðann – spreyta sig meðal þeirra bestu.

Kvöldmatur hjá tengdó. Skelli mér kannski á lokamí­núturnar af Fylki – Grindaví­k þar á eftir. Sé til með það…

* * *

Fiskur, gullfiskur heimilisins að Mánagötu 24, er búinn að vera í­ pössun hjá mömmu og pabba. Svarti dí­llinn á bakinu á honum hefur snarminnkað meðan á dvölinni stóð. (Og nei – það er ekki vegna þess að þau drápu gamla fiskinn og keyptu nýjan…) Lí­klega best að hann fái að vera í­ pössun aðeins lengur – þar til Norðfjarðarheimsókninni um næstu helgi lýkur. Nú skal sjómannadagurinn tekinn með trompi fyrir austan.

* * *

Fór í­ bankann áðan. Þar afgreiddi mig Viðar Guðjónsson, knattspyrnukappinn knái í­ Fram. Hann var lí­klega að byrja í­ gjaldkeradjobbinu og þurfti þrjár tilraunir til að renna debetkortinu mí­nu í­ gegn áður en honum tókst að snúa því­ rétt. Spjallaði aðeins við hann um leikinn í­ gær. Hann var að sjálfsögðu draugfúll yfir að ná ekki að vinna f****ing KR-ingana, en það var samt betra að fá eitt stig en ekkert.

* * *

Sá nýja bók eftir Scott Adams í­ Máli og menningu á laugardaginn. Á ég að blæða í­ bók oní­ öll önnur útgjöld?

* * *

Nýja starfsí­ða Kaninkunnar er góð. Stí­lhrein, enda Palli alræmdur minimalisti í­ hönnun.