En hvað með grálúðuna? Besti

En hvað með grálúðuna?

Besti og frægasti bloggari landsins er snúinn aftur eftir að hafa varið Sjómannadeginum með hinum vinnandi stéttum landsins og í­ nánum tengslum við frumatvinnuvegina – á Neskaupstað. Þangað var ekið á fimmtudag á hinum lygilega hraðskreiða smábí­l tengdamömmu, en hún var einmitt með í­ för. Að sjáfsögðu var rok og rigning á Norðfirði á sama tí­ma og Reykjaví­kurpakkið sleikti sólina. Rats!

Tengdapabbi tók okkur Steinunni með kostum og kynjum. Hann var meira að segja búinn að mála gestaherbergið og kaupa þangað svefnsófa þannig að við þurftum ekki að sofa á syllubrúninni sem kölluð var rúm. Jafnframt bar hann í­ okkur svartfuglsegg – en þeir bræðurnir, írni og Jón, lifa um þessar mundir á stropuðum eggjum og rúgbrauði. Varð ég harlaglaður enda eru svartfuglsegg góð á bragðið.

Ball á laugardagskvöldið í­ Egilsbúð. Þar var óhemjumikið fyllerí­ og enginn nennti að hlusta á upphitunarbandið sem var geðveikisleg blanda af gleðipoppsveit og grunge-bandi. Það var synd – alltaf skemmtilegt að sjá hljómsveitir spiula Nick Kershaw, Pixies og Nirvana til skiptis.

Aðalbandið var Sú Ellen. Þeir stigu á svið undir Dallas-þemanu á fullu blasti (en ekki hvað?) Byrjuðu á að spila ALLA hittarana sí­na í­ fyrstu 5-6 lögunum, eins og þeir væru að rumpa þeim af. Skiptu svo í­ hefðbundin coverlög en munu ví­st hafa endað á sí­num lögum þegar þeir voru klappaðir upp í­ guð-má-vita-hvað-skipti. Þá vorum Steinunn raunar rölt heim – eða nánar tiltekið, ég rölti og bar hana á bakinu lí­kt og Útlaginn á myndastyttunni.

Sjálfur Sjómannadagurinn var skrí­tinn. Mjög skrí­tinn. Nenntum ekki að vakna í­ siglinguna, enda skí­taveður. Mættum á athöfnina við sundlaugina sem var furðulega snubbótt. Engin ræða flutt – sem mér fannst skrí­tið – en þess í­ stað var leynigestur: Eirí­kur Fjalar! Ómægodd – Laddi er skemmtikraftur dauðans og Eirí­kur Fjalar er karakter sem refsivert ætti að vera að leika. Samt hló fólkið…

Á kvöld mæta Framarar Skagamönnum í­ Laugardalnum. Þrjú stig nánast komin í­ hús þar – og veitir ekki af.

Jamm.