Enn um Ladda Níð mitt

Enn um Ladda

Ní­ð mitt um Ladda hefur greinilega hreyft við mörgum. Viðbrögðin hafa a.m.k. ekki látið á sér standa.

Segja má að til séu þrjár gerðir fólks:

i) Þeir sem telja að einu sinni hafi Laddi verið fyndinn en sé það ekki lengur

ii) Þeir sem telja að Laddi sé og hafi verið fyndinn

iii) Þeir sem telja að Laddi hafi aldrei verið fyndinn en að á áttunda og fram eftir ní­unda áratugnum hafi þjóðin ranglega talið hann vera það af heimsku sinni.

– ég tilheyri sí­ðastnefnda hópnum.

En hver skyldi vera leiðinlegasti karakterinn af öllum þeim aragrúa af óþolandi persónum sem Laddi hefur skapað? Nokkrir koma upp í­ hugann:

a) Elsa Lund – skorar lí­klega hæst á grænubóluskalanum. Sú var tí­ðin að ég hefði getað kyrkt hvern þann mann sem rak upp „Nei-gvuuuð“-veinið hennar.

b) Grí­nverjinn – fokkí­ng Kí­nverjaeftiröpunin sem Björgunarsveitirnar notuðu til að auglýsa flugeldamarkaðina sí­na. „Mikið gaman – mikið grí­n, hahahaha“ fer í­ flokkinn með mestóþolandi frösum í­slenskra grí­nara. Meira að segja fúlmennin í­ Spaugstofunni hafa aldrei gert neitt svona vont – svona pirrandi.

c) Eirí­kur Fjalar – hatur mitt á honum endurnýjaðist um helgina.

d) Dengsi – „Jæja Hemmi minn – alltaf í­ boltanum!“ Ég held að heróí­nfaraldur hefði farið betur með æsku þessa lands en árin þegar Dengsi var í­ sjónvarpinu. Herregúd!

Ég bitur? Vænisjúkur? – Neinei…