Mogginn og rauðliðarnir Öðruvísi mér

Mogginn og rauðliðarnir

Öðruví­si mér áður brá! Svo virðist sem frönskumenn séu skyndilega búnir að taka yfir erlendu fréttadeildina á Mogganum – a.m.k. á vefútgáfunni.

Fór inn á Mbl.is í­ morgun. Þar var flennifyrirsögnin „Njósnarar komu af stað orðrómi um oftúlkun stjórnvalda á vopnaeign íraka“. Með þessu var verið að ví­sa til ummæla John Reid Verkamannaflokksleiðtoga á BBC um það hvernig standi á ásökunum í­ garð Blair-stjórnarinnar um blekkingar. Grí­pum niður í­ frétt Moggans: „Háttsettur embættismaður í­ rí­kisstjórn Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sagði í­ viðtali sem birt var í­ dag að „rauðliðar“ í­ leyniþjónustunni væru ábyrgir fyrir fullyrðingum um að rí­kisstjórnin hafi oftúlkað ví­sbendingar um að ógn stafaði af í­röskum vopnum.“

Humm? „Rauðliðar“ – hugsaði ég. Það er skringilegt orðalag hjá stjórnmálamanni í­ breska Verkamannaflokknum. Raunar svo skrí­tið að ég fór að leita að þessu sjálfur í­ bresku netmiðlunum.

Nú er ekki loku fyrir það skotið að blaðamenn netmoggans hafi rekið augun í­ aðrar greinar en ég og að John Reid hafi virkilega fjallað um einhverja „rauðliða“ sem reyni að koma höggi á bresku rí­kisstjórnina – en hafi hann gert það virðast breskir fjölmiðlar almennt ekki hafa hnotið um þau ummæli.

Hins vegar sagði Reid (eins og sjá má hér): „There have been uncorroborated briefings by a potentially rogue element“

Það er því­ nokkuð ljóst hvað hér hefur gerst. Blaðamaður Moggans, augljóslega mikill frönskumaður, hefur hlustað á fréttina á BBC og hugsað: „aha! Hér er félagi Reid að slá um sig með frönskuslettum, potentially rouge element! Hvernig ætli það sé best að þýða það? Nánast rauður? Hugsanlega rauður? Best að kalla þá bara rauðliða…“

Þetta kætir mitt gamla máladeildarstúdentshjarta!