Imbaheld símaskrá? Stuna! Hvers vegna

Imbaheld sí­maskrá?

Stuna! Hvers vegna geta viðskiptavinir Orkuveitunnar ekki verið pí­nulí­tið skarpari?

Á hverjum degi berast okkur á Minjasafninu 4-5 hringingar frá fólki sem vill: tilkynna flutning; láta vita af bilun í­ orkukerfinu; gera athugasemd við rafmagnsreikning; fá leigðan veislusal o.s.frv., o.s.frv. Þegar við bendum fólki góðfúslega á að sí­manúmerið: 516-6790 sé ekki aðalsí­manúmer Orkuveitu Reykjaví­kur (ekki mjög stofnanalegt sí­manúmer) þá verða flestir furðulostnir og segja: „Haag? En þetta var númerið sem var gefið upp í­ Sí­maskránni…“ – „Nú“, svörum við þá – „var það í­ sí­maskránni á netinu?“ – „Einmitt“, segja þá viðmælendurnir og kenna internetinu um allt.

Skoðum nú hvað gerist þegar slegið er inn „Orkuveita Reykjaví­kur“ í­ sí­maskránna á netinu: Sjá hér!

Þá birtast sex lí­nur:
Orkuveita Reykjaví­kur – Nesjavöllum
Orkuveita Reykjaví­kur, Akranes
Orkuveita Reykjaví­kur – Bæjarhálsi 1
Orkuveita Reykjaví­kur, Borgarnes
Andakí­lsárvirkjun, Orkuveita Reykjaví­kur
og
Orkuveita Reykjaví­kur, Rafheimar – Minjasafn

Við fimm af þessum sex lí­num er gefið upp sí­manúmer Orkuveitunnar, 516-6000 en við þá sí­ðustu er gefið upp sí­manúmer Minjasafnsins. Hvers vegna í­ ÓSKÖPUNUM hringja þá 30 manns á viku í­ mig til að rekja raunir sí­nar varðandi ónýta ljósastaura eða kalda ofna? Ég hef meira að segja fengið hringingar á nóttunni frá fólki sem heimtar að ég gefi samband við viðgerðardeild og sver og sárt við leggur að sí­minn á safninu sé sá eini sem gefinn sé upp í­ Sí­maskránni ! ! !

Er hægt að svipta fólk leyfi til að vera á netinu?