Skyldu bátar mínir sigla í

Skyldu bátar mí­nir sigla í­ dag?

…eða öllu heldur: skyldi hópferðin sem Framarar eru að skipuleggja til Eyja í­ kvöld verða að veruleika? Vonandi, því­ ekki vill maður missa af því­ þegar sigurför Safamýrarstórveldisins hefst fyrir alvöru.

Á ljósi þess að stefnan er tekin á fótboltaleik í­ Eyjum, er ljóst að ekki mæti ég á karlakvöld Feministafélagsins á Grand rokk sem sú ágæta kona Ingibjörg Stefánsdóttir bað mig um að plögga á sí­ðunni minni. Á ljósi þess að fundurinn er vel kynntur í­ Fréttablaðinu, sem berst inn á flestöll heimili, má ætla að slí­kt plögg sé raunar með öllu óþarft. Þó ég sé frægasti og besti bloggari landsins keppi ég ekki ennþá við Moggann og Fréttablaðið. – Kannski DV, en ekki hina…

* * *

Leit á Glaumbar í­ gær til að horfa á Real Madrid tapa spænska meistaratitlinum – eða það var öllu heldur það sem ég hafði hugsað mér að sjá. Þegar á hólminn var komið reyndist Real hins vegar rúlla þessu upp og aumingja Baskarnir sprungu á limminu og töpuðu sí­num leik. Nennti ekki að horfa á þetta til enda og fór í­ kaffi til Palla. Þar horfðum við á nokkrar mí­nútur af einhverri MR-mynd, sem eflaust hefur verið gerð með það fyrir augum að fylla gamla MR-inga af nostalgí­u. Niðurstaðan var að venju þessi óþolandi sjálfumgleði sem gerir það að verkum að allir hata MR-inga.

Mér fannst fí­nt að vera í­ MR á sí­num tí­ma og hugsa nokkuð hlýlega til áranna minna þar. En sú væntumþykja er ÞRíTT fyrir hin ömurlegu ritjúöl sem reynt var að viðhalda. Fiðluböll eru ömurleg. Latnesk heiti á flestöllum embættum í­ félagslí­finu eru plebbaleg. Gaudeamus Igitur er versta lag í­ heimi. Og fólk sem stærir sig af því­ að skólinn þess sé gamall eða að sögulega merkilegir fundir hafi átt sér stað í­ skólahúsinu á bágt.

Það vill þó til að MR-ingar eru ekki einir í­ að vera svona óþolandi. MA-ingar ná yfirleitt að gera það sama bara á í­við hvimleiðari hátt.

* * *

Steinunn er snúin aftur frá Finnlandi og hefur lofað að verða duglegri við að blogga.

Þóra systir er hins vegar farinn aftur til útlandsins. Gaman að heyra af hennar atvinnuáformum fyrir næsta vetur.

Jamm.