Sögufalsanir MR-inga Í pirringsfærslunni út

Sögufalsanir MR-inga

Á pirringsfærslunni út af MR-myndinni í­ sjónvarpinu steingleymdi ég að fjargviðrast yfir þeirri arfavitlausu en furðulí­fseigu ranghugmynd MR-inga að málfundafélagið Framtí­ðin sé þriðja elsta félag landsins. Þessi klisja var margtuggin í­ öllum blöðum sem þetta annars ágæta félag lét frá sér fara. Einhverju sinni vorum við Óli Jó orðnir svo pirraðir á þessari vitleysu að við settumst niður og ég hjálpaði honum við að berja saman grein sem birtist í­ Skólablaðinu þar sem farið var yfir staðreyndir málsins og talin upp fjölmörg félög sem enn eru starfandi og sem geta rakið stofnár sitt lengra aftur en til 1883.

Ef ég man rétt var niðurstaða greinarinnar sú að Framtí­ðin væri svona þrí­tugasta elsta félag landsins eða þar um bil. Close – but no cigar!

Eftir að þessi grein birtist hefði maður haldið að búið væri að uppræta villuna í­ eitt skipti fyrir öll, en því­ var ekki að skipta. Á myndinni sem sýnd var í­ gær eru rangfærslurnar endurteknar og eitthvert busakrí­li er sýnt fullt andaktar yfir þessari merkilegu tölfræði.

Urg! Þessi tegund af vitleysisgangi er gjörsamlega óþolandi!