Að gefnu tilefni…
Hr. Svansson kallar mig frægasta og besta bloggara í heimi. Það er firra. Ég hef aldrei haldið því fram að ég sé besti bloggari veraldarinnar, hvað þá sá frægasti. Heldur maðurinn að ég sé með mikilmennskubrjálæði?
Eins og dyggir lesendur þessarar síðu ættu að vita, er ég sjálfsyfirlýstur besti og frægasti bloggari á Íslandi og jafnvel á Norðurlöndum, en það er vitaskuld langur vegur frá því að ég sé heimsmeistari í greininni.
Hitt er annað mál að mér er ekki kunnugt um að aðrir bloggarar en sá sem þetta ritar hafi fengið hluta af anatómíu mannslíkamans nefnda eftir sér – en þar á ég að sjálfsögðu við „Stefánstánna“, en það nýyrði mun vera að festast í málinu. Þannig að hver veit, kannski kemur að því einn daginn að Íslendingar eignist besta og frægasta bloggara í heimi…