…á eftir verður magnaður.
Þar er ég að sjálfsögðu ekki að tala um leikinn við Færeyjar – besti og frægasti bloggarinn er nú meiri heimsborgari en svo.
Stórleikur dagsins verður í Belgrað, þar sem Serbía/Svartfjallaland (þeir verða virkilega að fara að vinna í að koma sér upp þjálla nafni) taka á móti Wales.
Staðan í riðlinum er sem hér segir:
Wales 4 leikir 12 stig
ítalía 5 leikir 10 stig
Finnland 6 leikir 6 stig
Serb./Sva. 5 leikir 5 stig
Azerb. 6 leikir 4 stig
Þetta þýðir að ef Wales tkst að vinna á eftir er sæti í umspili í höfn. Jafnframt gætu Walesverjar haldið til ítalíu 6. september og mátt tapa. Það væri saga til næsta bæjar.
Wales hefur ekki komist í úrslit stórmóts frá því á HM í Svíþjóð 1958. Þá var lið þeirra það sem næst komst því að gera Brasilíumönnum skráveifu. Það væri ekki dónalegt að fá Wales og Skotland bæði í úrslitakeppnina í Portúgal. (Já, Skota – hvern erum við að blekkja, Ísland upp úr riðlinum? Trúlegt eða hitt þó heldur!)