Sko til, bara gestagangur á safninu. Hélt að þessi dagur yrði rólegur og ég þyrfti bara að fylgjast með framvindu fótboltaleikja á netinu.
En Baldur Símonarson, sem er ígildi frænda míns kom sem sagt í heimsókn og við skröfuðum heilan helling. Alltaf gaman að ræða við Baldur.
Þessi heimsókn leiddi líka hugann frá óförum Luton sem er að tapa á heimavelli fyrir Grimsby þegar þetta er ritað. Það ætti þó að gleðja Bryndísi – sem er komin með nýtt blogg og á leið til Eistlands.
Get huggað mig við að Valur sé að tapa fyrir Skaganum. Ekki að mér sé illa við Valsmenn, en annars væri svo einmannalegt á botninum. – Held að ég bloggi bara um fótbolta það sem eftir er dags.